fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Sakar ferðaþjónustufyrirtæki um græðgi og skort á fyrirhyggju

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 23. apríl 2020 09:34

Kolbrún Bergþórsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Bergþórsdóttir segir í leiðara Fréttablaðsins í dag að margt megi læra af ósköpum kórónuveirufaraldursins, þar á meðal að fátt sé öruggt í þessum heimi. Hún gagnrýnir græðgi og skrifar:

„Lítum okkur nær og tökum dæmi úr íslenskum veruleika. Margir innan ferðaþjónustunnar hefðu í góðæri mátt sýna mun meiri fyrirhyggju en gert var. Þar var græðgishugsun of víða áberandi, með tilheyrandi okri. Álitið var að góðæri og túrismi myndi nánast endast að eilífu. Þess vegna var ekki lagt til hliðar fyrir mögru árin, eins og skynsamlegt er, heldur jafnvel greiddur út arður á sama tíma og verið var að safna skuldum. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra. Hótel spruttu síðan upp eins og gorkúlur og þeir sem spurðu hvort virkilega væri þörf á þeim öllum og bættu við að niðursveifla myndi örugglega koma voru stimplaðir sem neikvæðir og gamaldags.“

Kolbrún segir að fleiri þurfi að  láta af græðgi en ferðaþjónustan. Faraldurinn minni mannkynið á að mannskepnan hefur ekki allt á valdi sínu:

„Mjög snögglega og alls óvænt fór heimurinn og líf manna í hægagang. Á meðan hefur náttúran fengið frið til að jafna sig á ágangi mannsins. Flugumferð er nær engin og bílaumferð lítil og fyrir vikið hefur dregið úr mengun. Mengun er meinsemd sem eyðir og drepur. Nú víkur hún um tíma vegna þess að mannkynið er inni, lokar að sér og lætur náttúruna í friði.

Í núverandi einangrun sinni er mannkynið einmitt í ágætri stöðu til að endurskoða verðmætamat sitt. Þegar talað er um breytta heimsmynd eftir kórónafaraldurinn ætti áherslan að beinast að nauðsyn þess að draga úr öfgafullum lífsstíl, láta af græðgi og okri og virða náttúruna í stað þess að troða hana niður og virkja einstakar náttúruperlur vegna stundarhagsmuna.“

Kolbrún spáir því að líf manna muni fara í svipaðar skorður og áður var eftir að faraldrinum lýkur. Einhverjar breytingar verði þó og vonandi muni þær byggjast á aukinni auðmýkt gagnvart náttúrunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram í miðjan október – Gífurlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði

Úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram í miðjan október – Gífurlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Bensínsprengju kastað í hús í Hafnarfirði

Bensínsprengju kastað í hús í Hafnarfirði
Fréttir
Í gær

Krafði leigjandann um himinháa upphæð eftir aðeins fimm mánaða leigutíma – Lagði engar sannanir fram

Krafði leigjandann um himinháa upphæð eftir aðeins fimm mánaða leigutíma – Lagði engar sannanir fram
Fréttir
Í gær

Meintur níðingur á Múlaborg var undir sérstöku eftirliti – Tilkynnt um „sérkennilegt háttalag“ í kringum börn

Meintur níðingur á Múlaborg var undir sérstöku eftirliti – Tilkynnt um „sérkennilegt háttalag“ í kringum börn
Fréttir
Í gær

Ræða endurkomu Jóns Ásgeirs sem risi á matvörumarkaðinum – „Hann teiknaði upp líkan“

Ræða endurkomu Jóns Ásgeirs sem risi á matvörumarkaðinum – „Hann teiknaði upp líkan“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Múlaborgarmálið: Lögregla fundaði með foreldrum og starfsfólki

Múlaborgarmálið: Lögregla fundaði með foreldrum og starfsfólki