fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan sjómann og leitaði við Álftanes

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 11. apríl 2020 17:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhöfnin á TF-EIR, þyrlu Landhelgisgæslunnar, sótti slasaðan sjómann um borð í togara sem staddur var um 20 sjómílur suður af Krísuvíkurbergi í dag. TF-EIR var komin að togaranum um hádegisbil og hífingar gengu vel. Sigmanni var slakað niður í togarann og var skipverjinn hífður um borð í þyrluna skömmu síðar. Að hífingum loknum var flogið á Reykjavíkurflugvöll þar sem sjúkrabíll beið hins slasaða.

Þrátt fyrir að ekki sé grunur um COVID-19 smit fara áhafnir Landhelgisgæslunnar að öllu með gát og verja sig fyrir smiti með andlitsmöskum og hönskum eins og sjá má.

Meðfylgjandi myndir sendi tók áhöfnin á togaranum meðan hífingarnar fóru fram. Að auki er mynd af Kolbeini Guðmundssyni, sigmanni Landhelgisgæslunnar.

Leitað við Álftanes

Jafnframt hafa tvær af þyrlum Landhelgisgæslunnar, séraðgerðasveit LHG á varðbátnum Óðni og áhöfnin á eftirlitsflugvélinni TF-SIF leitað að Söndru Líf Þórarinsdóttur Long sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í morgun. Bæði var leitað snemma í morgun og eftir hádegi. Þar sem þyrlur, flugvél og varðbátur Landhelgisgæslunnar hafa sinnt útköllum í dag hefur töluvert álag verið á stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram í miðjan október – Gífurlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði

Úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram í miðjan október – Gífurlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Bensínsprengju kastað í hús í Hafnarfirði

Bensínsprengju kastað í hús í Hafnarfirði
Fréttir
Í gær

Krafði leigjandann um himinháa upphæð eftir aðeins fimm mánaða leigutíma – Lagði engar sannanir fram

Krafði leigjandann um himinháa upphæð eftir aðeins fimm mánaða leigutíma – Lagði engar sannanir fram
Fréttir
Í gær

Meintur níðingur á Múlaborg var undir sérstöku eftirliti – Tilkynnt um „sérkennilegt háttalag“ í kringum börn

Meintur níðingur á Múlaborg var undir sérstöku eftirliti – Tilkynnt um „sérkennilegt háttalag“ í kringum börn
Fréttir
Í gær

Ræða endurkomu Jóns Ásgeirs sem risi á matvörumarkaðinum – „Hann teiknaði upp líkan“

Ræða endurkomu Jóns Ásgeirs sem risi á matvörumarkaðinum – „Hann teiknaði upp líkan“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Múlaborgarmálið: Lögregla fundaði með foreldrum og starfsfólki

Múlaborgarmálið: Lögregla fundaði með foreldrum og starfsfólki