fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Fréttir

Lýst eftir Söndru Líf – Frænka hennar birtir myndband -„Hún er bara pottþétt stelpa“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 11. apríl 2020 10:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég deildi vídeói af henni þegar hún fór að heiman í hádeginu á fimmtudaginn,“ segir Olga María Þórhallsdóttir Long, frænka konunnar sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir en ekki hefur sést til hennar síðan á fimmtudag.

Þær Olga og Sandra Líf eru systradætur. Olga segir að það sé algjörlega út úr karakter hjá frænku sinni að láta ekki vita af sér. Hún sé ekki í óreglu en Sandra Líf stundar nám í þjóðfræði við Háskóla Íslands og vinnur sem þjónn meðfram náminu. Hún er 27 ára gömul, einhleyp og barnlaus.

Sandra Líf býr í Setbergi í Hafnarfirði og leigir þar íbúð en myndbandið sem fylgir fréttinni sýnir hana fara út af heimili sínu á fimmtudaginn.

Að sögn Olgu Maríu hefur Sandra Líf enga sögu um að hafa látið sig hverfa. „Þetta er 150% eintak, hún er bara á fullu í háskólanum og er að fá fínar einkunnir. Þetta er algjörlega út úr karakter og því mikið áfall fyrir alla fjölskylduna. Við komum úr mjög góðri fjölskyldu og vorum eiginlega aldar upp saman. Hún er bara pottþétt stelpa. “

Sandra Líf er grannvaxin, 172 sm á hæð og með mjög sítt, rauðleitt hár. Hún var klædd í svartar buxur, svartan leðurjakka og hvíta strigaskó. Sandra var með hálsklút (karrígulur og blettatígursmunstur) og með svartan og gráan klút/hárband í hárinu. Hún hefur til umráða ljósgráan Ford Focus, skráningarnúmer UH828.

Olga bendir á að Sandra Líf er mjög áberandi rauðhærð, jafnvel þannig að hún sker sig úr.

Olga segist ekki vita um neinn sem hefði getað vilja vinna Söndru Líf mein og fjölskyldan hafi engan grun um hvað gæti hafa gerst.

 

https://www.facebook.com/100009783551890/videos/pcb.1171328283203279/1171328203203287/?type=3&theater

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Áfrýjunardómstóll tekur mál hnífamannsins sem stakk Ingunni Björnsdóttur fyrir

Áfrýjunardómstóll tekur mál hnífamannsins sem stakk Ingunni Björnsdóttur fyrir
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stór aðgerð í Vesturbæ Reykjavíkur – Viðbragðsaðilar á Hjarðarhaga

Stór aðgerð í Vesturbæ Reykjavíkur – Viðbragðsaðilar á Hjarðarhaga
Fréttir
Í gær

Aðstandendur Sigurðar kærðu vinnubrögð eftir andlát hans til eftirlitsnefndar

Aðstandendur Sigurðar kærðu vinnubrögð eftir andlát hans til eftirlitsnefndar
Fréttir
Í gær

Þrír réðust á ungmenni í Hafnarfirði og ógnuðu með hnífi

Þrír réðust á ungmenni í Hafnarfirði og ógnuðu með hnífi