fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Ásdís þakklát NOVA sem leysti málið eftir að hún varð fyrir barðinu á kortasvikara

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 11. apríl 2020 12:51

Ásdís Olsen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásdís Olsen varð fyrir þeirri óþægilegu reynslu að einhver tók út ríflega 800.000 krónur af bankareikningi hennar. Færslurnar voru teknar út hjá símafyrirtækinu Nova.

Martröð Ásdísar varði stutt því NOVA lagði mikla vinnu í að leysa málið og þakkaði Ásdís fyrirtækinu fyrir hjálpina. Svikin eru nú upplýst, málið komið í réttan farveg og enginn skaði skeður hjá Ásdísi. Hún segir svo frá:

„Ég fékk s.s. frábæra þjónustu hjá Nova, en þar fór her manna í að rekja kaupin sem gerð voru í netverslun þeirra á minn kostnað. Í ljós kom að einhver óprúttinn aðili fann leið til að nota visanúmerið mitt og keypti allt það dýrasta í boði. Kenningin er að viðkomandi hafi ætlað að selja vörurnar til að fjármagna neyslu en gerði nokkur mistök eins og að fylla á síma og gefa upp netfang.“

Atvikið er orðið að lögreglumáli en því skal haldið til haga að engir öryggisgallar hjá Nova eiga hér hlut að máli.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kærði ákvörðun um að fá ekki ökuréttindi aftur eftir að hafa verið sviptur ævilangt fyrir áratug

Kærði ákvörðun um að fá ekki ökuréttindi aftur eftir að hafa verið sviptur ævilangt fyrir áratug
Fréttir
Í gær

Meintur níðingur á Múlaborg var undir sérstöku eftirliti – Tilkynnt um „sérkennilegt háttalag“ í kringum börn

Meintur níðingur á Múlaborg var undir sérstöku eftirliti – Tilkynnt um „sérkennilegt háttalag“ í kringum börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt