fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Fréttir

Ásdís þakklát NOVA sem leysti málið eftir að hún varð fyrir barðinu á kortasvikara

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 11. apríl 2020 12:51

Ásdís Olsen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásdís Olsen varð fyrir þeirri óþægilegu reynslu að einhver tók út ríflega 800.000 krónur af bankareikningi hennar. Færslurnar voru teknar út hjá símafyrirtækinu Nova.

Martröð Ásdísar varði stutt því NOVA lagði mikla vinnu í að leysa málið og þakkaði Ásdís fyrirtækinu fyrir hjálpina. Svikin eru nú upplýst, málið komið í réttan farveg og enginn skaði skeður hjá Ásdísi. Hún segir svo frá:

„Ég fékk s.s. frábæra þjónustu hjá Nova, en þar fór her manna í að rekja kaupin sem gerð voru í netverslun þeirra á minn kostnað. Í ljós kom að einhver óprúttinn aðili fann leið til að nota visanúmerið mitt og keypti allt það dýrasta í boði. Kenningin er að viðkomandi hafi ætlað að selja vörurnar til að fjármagna neyslu en gerði nokkur mistök eins og að fylla á síma og gefa upp netfang.“

Atvikið er orðið að lögreglumáli en því skal haldið til haga að engir öryggisgallar hjá Nova eiga hér hlut að máli.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Áfrýjunardómstóll tekur mál hnífamannsins sem stakk Ingunni Björnsdóttur fyrir

Áfrýjunardómstóll tekur mál hnífamannsins sem stakk Ingunni Björnsdóttur fyrir
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stór aðgerð í Vesturbæ Reykjavíkur – Viðbragðsaðilar á Hjarðarhaga

Stór aðgerð í Vesturbæ Reykjavíkur – Viðbragðsaðilar á Hjarðarhaga
Fréttir
Í gær

Aðstandendur Sigurðar kærðu vinnubrögð eftir andlát hans til eftirlitsnefndar

Aðstandendur Sigurðar kærðu vinnubrögð eftir andlát hans til eftirlitsnefndar
Fréttir
Í gær

Þrír réðust á ungmenni í Hafnarfirði og ógnuðu með hnífi

Þrír réðust á ungmenni í Hafnarfirði og ógnuðu með hnífi