fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Sakfelldur fyrir heimilisofbeldi – Réðst á ófríska sambýliskonu – Ógnaði fólki með hnífi og glerbrotum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 6. apríl 2020 13:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður var fyrir helgi sakfelldur í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir alvarlegt ofbeldi gegn sambýliskonu sinni og hlaut fangelsisdóm.

Manninum var meðal annars gefið að sök að hafa grýtt glasi í átt að höfði sambýliskonu sinnar, sem á þeim tíma var ófrísk að fyrsta barni þeirra, glasið lenti á vegg við höfuð konunnar og brotnaði, með þeim afleiðingum að konan fékk marga skurði á eyra og í kringum það.

Honum var enn fremur gefið að sök á öðrum tímapunkti að hafa ráðist á konuna og kýlt hana í hægri síðu, klipið hana og sparkað í mjöðm hennar. Hlaut konan mar á síðunni og bólgu á læri auk eymsla.

Enn fremur var manninum gefið að sök að hafa reynt að ryðjast inn á heimili þar sem konan hafði leitað skjóls undan honum. Var hann vopnaður hnífi. Þegar honum var varnað því að komast inn skoraði hann á heimilisfólkið og sambýliskonu sína að koma út svo hann gæti stungið þau. Eftir að gluggi í íbúðinni brotnaði í látunum henti hann glerbrotum í fólkið og lenti eitt brotið í vinstri hendi einnar manneskju sem hlaut við það sár á fingri.

Maðurinn var enn fremur ákærður fyrir fíkniefnabrot og umferðarlagabrot.

Maðurinn var sakfelldur fyrir þessi brot. Hann á langan sakarferil að baki sem nær allt aftur til ársins 2000.

Var hann dæmdur í 18 mánaða fangelsi. Hann var dæmdur til að greiða eina milljón króna í miskabætur og tæplega 2,7 milljónir í sakarkostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu
Fréttir
Í gær

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna
Fréttir
Í gær

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Í gær

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”
Fréttir
Í gær

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð
Fréttir
Í gær

Prís alltaf verið með lægsta verðið

Prís alltaf verið með lægsta verðið