fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

„Covid-19 er Tsjernobyl hjúkrunarfræðinga“

Auður Ösp
Föstudaginn 3. apríl 2020 16:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Best væri að semja strax en þangað til verður að aflétta þessum óskiljanlega og hallærislega sparnaði,“ segir Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir, betur þekktur sem Lækna-Tómas. Hann kallar Covid-19 faraldurinn „Tsjernobyl hjúkrunarfræðinga.“

Í nýlegum pistli á facebook segir Tómas að það séu ýmis líkindi með Tsjernobyl-slysinu 1986 og Covid-19 faraldrinum nú. Í báðum tilvikum er óvinurinn nefnilega ósýnilegur.

„Í Tsjernobyl var fjöldi manna sendur inn í brennandi kjarnorkuverið til að sprauta á rústirnar vatni og minnka þannig geislunina. Þeir fengu nafnið „Chernobyl liquidizers“ og létust margir þeirra úr geislun og afleiðingum hennar. Síðar voru þessir einstaklingar gerðir að þjóðhetjum og fjölskyldur þeirra fengu bætur – enda talið að aðgerðirnar hafi bjargað óteljandi mannslífum um gjörvalla Evrópu.“

Tómas bendir á að það er enginn sem sérstaklega óskar eftir því að annast sýkta Covid-19 sjúklinga, sjúkdóm sem þú getur fengið sjálfur og verið banvænn. Fáir séu í meiri smithættu en heilbrigðisstarfsfólk. Tómas nefnir sem dæmi að  á Ítalíu er heilbrigðisstarfsfólk   9 prósent Covid-smitaðra.

„En þetta gerum við samt – enda engir aðrir betur til þess fallnir og starfið hugsjón. Þetta á ekki síst við um stærsta hópinn, hjúkrunarfræðingana, sem eru öðrum fremur „slökkviliðsmenn“ (liquidizer) Covid-19 faraldursins.“

Tómas segir það vera með ólíkindum að stjórnvöld ætli að láta það viðgangast að skerða laun hjúkrunafræðinga í þessu ástandi.

„Og það í miðju slökkvistarfi – þegar eldurinn hefur ekki einu sinni náð hámarki. Hvílíkur roluháttur sem truflar allt hugsandi fólk. Best væri að semja strax en þangað til verður að aflétta þessum óskiljanlega og hallærislega sparnaði – og í staðinn borga þeim og öðrum í framlínunni launabætur fyrir álagið. Þær/þeir eiga skilið virðingu og alls ekki sjálfgefið að fórna eigin heilsu fyrir hugsjónina eina saman.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd