fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Víðir kvíðir páskunum með tilheyrandi ferðalögum„Áhyggjuefni ef fólk fer að hópast mikið saman“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 31. mars 2020 14:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, kvíðir páskunum þar sem fólk eigi það til að ferðast mikið á þeim tíma. Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarnarteymis ríkislögreglustjóra rétt í þessu. Hann segir að til skoðunnar hafi komið að banna sumarbústaðarferðir en þess í stað hafi verið ákveðið að biðla fremur til almennings í von um tillit og skilning.  Ekki stendur til að herða samkomubann um páskana.

Víðir segir að á slíkum ferðalögum sé þrennt sem hann hefur áhyggjur af. Í fyrsta lagi sé fólk þá á ferðinni og í aukinni hættu á að lenda í slysum á vegum landsins, en slíkt setji álag á viðbragðsaðila og heilbrigðiskerfið sem eigi nóg með COVID-faraldurinn. Í öðru lagi sé fólk þá mikið að hópast saman í sumarbústaðabyggðum en á þeim svæðum sé heilbrigðisþjónusta af skornum skammti og eigi nóg með að anna þeim sem fasta búsetu eigi í byggðarlaginu.  Í þriðja lagi sé það áhyggjuefni þegar fólk safnist saman að heiman að nýtt umhverfi fái það til að gleyma þeim góðum siðum sem þeir hafi nú tileinkað sér og gæti því ekki að fjarlægðarmörkum við aðra, faðmist, takist í hendur og þess háttar.

Hann hvetur landsmenn því til að ferðast innanhúss yfir páskanna frekar en innanlands.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar