fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Fréttir

Þórólfur undrandi á fólki sem biður um undanþágu frá sóttkví

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 31. mars 2020 14:25

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir furðar sig á því hvað margt fólk biður um undanþágu frá sóttkví og samkomubanni. Hann bendir á að þessar aðgerðir hafi skilað okkur þeim árangri sem náðst hefur í að hefta COVID-19 faraldurinn. Mjög órökrétt sé að veita mörgum undanþágu frá sóttkví því þá sé hætta á að faraldurinn færist í aukana á ný.

Þetta kom fram á upplýsingafundi dagsins um COVID-19.

49 greindust smitaðir síðasta sólarhring sem er nokkur fækkun. 47 af 510 sýnum á veirufræðideildinni reyndust jákvæð, sem gerir 9%. Aðeins tvö af um 900 sýnum í skimum Íslenskrar erfðagreiningar reyndust jákvæð, eða 0,2%.

Ellefu eru á gjörgæslu, þar af níu í sóttkví.

Að sögn Þórólfs hafa áður verið sveiflur milli daga en líklegast sé að við séum í hægum vexti. Ekki sé hægt að slá því föstu að við séum að hægja á vextinum því áður hefur þetta sveiflast upp og niður. En þær aðgerðir sem beitt hefur verið séu augljóslega að skila árangri og sá árangur sé hvatning til að halda aðgerðunum áfram.

Af þeim sem greindust síðasta sólarhring voru 29% verið í sóttkví en það hlufall hefur oft farið vel yfir 50%.

„Við erum á lægstu spálínu líkansins hvað varðar fjölda einstaklinga. Okkur er að takast að hægja verulega á þessum faraldri en samt er mikið á lag á Landspítalanum, sérstaklega gjörgæslunni,“ sagði Þórólfur.

Samkomubann stendur til 13. apríl en Þórólfur sagði líklegt að þær aðgerðir yrðu framlengdar. Upplýst verður öðru hvoru megin við helgina hvernig framhaldið verður eftir 13. apríl.

Sjá nánar um tölfræði COVID-19 á covid.is.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ekki sammála um ábyrgð fjölmiðla á rætnum athugasemdum – „Mola þannig undan því sem eftir stendur af blaðamennsku á Íslandi“

Ekki sammála um ábyrgð fjölmiðla á rætnum athugasemdum – „Mola þannig undan því sem eftir stendur af blaðamennsku á Íslandi“
Fréttir
Í gær

Rak í rogastans eftir búðarferð – Trúði ekki hvað níu hlutir kostuðu

Rak í rogastans eftir búðarferð – Trúði ekki hvað níu hlutir kostuðu
Fréttir
Í gær

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum
Fréttir
Í gær

Vandræðagemsar handteknir á hótelum

Vandræðagemsar handteknir á hótelum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ibrahim lofar munaðarleysingjaheimili Óla í Kenýa – „Þetta hjálpaði mér andlega og ég lærði svo mikið af þeim“

Ibrahim lofar munaðarleysingjaheimili Óla í Kenýa – „Þetta hjálpaði mér andlega og ég lærði svo mikið af þeim“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nánasti samstarfsmaður Úkraínuforseta sagði af sér og ætlar í fremstu víglínu

Nánasti samstarfsmaður Úkraínuforseta sagði af sér og ætlar í fremstu víglínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórhallur segir Sigríði ekki eiga að trúa Herdísi – „Fréttastofa Sýnar, Vísir og Bylgjan eru alls ekki ósjálfbær“

Þórhallur segir Sigríði ekki eiga að trúa Herdísi – „Fréttastofa Sýnar, Vísir og Bylgjan eru alls ekki ósjálfbær“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Steinar tekur Símon Grimma til bæna fyrir sératkvæðið – „Í reynd er lögbrot hans alvarlegra“

Jón Steinar tekur Símon Grimma til bæna fyrir sératkvæðið – „Í reynd er lögbrot hans alvarlegra“