fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Telur að ríkið eigi að leggja á veggjöld til að mæta tekjutapi vegna sölu hreinorkubíla

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 28. febrúar 2020 07:55

Um sex prósent bílaflota landsmanna eru hreinorkubílar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta ári varð ríkissjóður af 2,6 milljörðum króna vegna afsláttar sem var veittur af virðisaukaskatti á hreinorkubíla. Jökull Sólberg, ráðgjafi hjá Parallel Ráðgjöf, segir að vegna þessa gats í fjárlögunum sé ríkið í verri stöðu til að uppfylla samgöngusáttmálann sem var undirritaður á síðasta ári. Hann telur að ríkið þurfi að fjármagna þennan sáttmála og nærtækast sé að leggja á veggjöld til að mæta þessu tekjutapi.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Jökli að nú sé gulrótin komin en það þurfi prik á móti. Veggjöld séu nærtækasta leiðin til að mæta fyrrnefndu tekjutapi en það verði erfitt og óvinsælt pólitískt að innleiða þau.

2018 var tekjutap ríkissjóðs vegna umræddra afslátta um þrír milljarðar króna. Þessir afslættir eru stærsta aðgerð stjórnvalda í tengslum við orkuskipti í samgöngum.

Á síðasta ári dróst sala nýrra bíla mikið saman en um 13.600 nýir bílar seldust á árinu en voru 21.200 árið á undan og tæplega 26.000 árið 2017.

Samkvæmt aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er gert ráð fyrir að nýskráningar bíla, sem ganga eingöngu fyrir jarðefnaeldsneyti, verði bannaðar frá 2030. Hreinorkubílar eru nú um sex prósent af bílaflota landsmanna en þegar nýskráðir fólksbílar á þessu ári eru skoðaðir eru hreinorkubílar um 45% af heildarfjöldanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“