fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Þórdís Elva segir of margar konur drepnar: „Þriggja ára drengur sat aftur í á meðan mamma var myrt í framsætinu“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. janúar 2020 14:00

Þórdís Elva.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, fyrirlesari, rithöfundur og aktívisti, harmar í pistli sem birtist á Stundinni hve margar mæður hafi verið myrtar á Íslandi það sem af er öldinni. Hún segir að börn þessara kvenna slagi upp í heilan skólabekk. Að hennar sögn hafa 12 konur verið myrtar á öldinni og áttu þær samtals 16 börn.

„Þær áttu sér margvíslega drauma og áhugamál. Flestar voru þær fæddar á Íslandi, allt frá Sauðárkróki til Reykjavíkur. Aðrar fæddust í Indónesíu og Austur-Evrópu. Sumar þeirra voru hæglátar úthverfamæður, aðrar ferðaþyrstir heimshornaflakkarar sem höfðu lagt land undir fót og komið sér fyrir á nýjum stað. Sumar voru að mála og gera upp heimilið þegar voðaverkið var framið, enda töldu þær sig eiga framtíð. Sú yngsta var tvítug og að koma undir sig fótunum í nýju byggðarlagi. Sú elsta var 55 ára og sá ekki sólina fyrir barnabarni sínu, litlum dreng sem hún ætlaði að fara með í frí til Svartahafsins,“ segir Þórdís Elva.

Hún segir að þessar konur hafi átt sér vonir og drauma. „Ferðalög voru ekki það eina sem hreif þær. Þær skrifuðu líka ljóð, elduðu stórkostlegt lasagna, spiluðu á fiðlu, unnu sjálfboðastarf fyrir Rauða krossinn, töluðu mörg tungumál og fannst gaman að hlæja. Þær unnu við verslunar- og þjónustustörf, voru leikskólakennarar, skólaliðar og ræstitæknar. Þær elskuðu börnin sín meira en orð fá lýst og skírðu þau eftir blómum, gimsteinum og hetjum úr Íslendingasögunum. Líkt og aðrir foreldrar fögnuðu þær sigrum barna sinna, hugguðu þau þegar á móti blés og gerðu sitt besta til að koma þeim á legg,“ segir Þórdís Elva.

Hún segir að sex þessa barna hafi verið viðstödd ódæðisverkið. „Ólíkt öðrum foreldrum fengu þær ekki að sjá börn sín vaxa úr grasi. Ellefu barnanna voru 18 ára eða yngri þegar líf móður þeirra hlaut sviplegan endi. Það yngsta var ársgamalt og mun þurfa að fá minningar um mömmu að láni frá ástvinum, sem muna hvernig hún ilmaði, hvernig röddin hennar hljómaði og hlýjuna í faðmi hennar. Önnur barnanna þurfa að lifa ævilangt við minninguna um þegar móðir þeirra var myrt. Sex barnanna voru viðstödd morðið, undir sama þaki. Þriggja ára drengur sat aftur í á meðan mamma var myrt í framsætinu,“ segir Þórdís Elva.

Hún nefnir svo dæmi um hvernig þessar konur létust. „Mamma var barin í hel með kúbeini og slökkvitæki, hún var stungin með hnífi, skotin með riffli, kyrkt með taubelti, reim úr hettupeysu, þvottasnúru, bílbelti, handafli og brennd inni. Í flestum tilvikum þekktu börnin morðingjann sem pabba. Þegar ofbeldi í nánum samböndum nær svo alvarlegu stigi að mamma deyr er of seint að grípa í taumana. Um það geta of mörg börn vitnað,“ segir Þórdís.

Hún segir alla geta hjálpa við að draga úr mæðramorðum: „Ef þig grunar að einhver í kringum þig búi við ofbeldi: Skiptu þér af. Ef þú ert stjórnmálamaður: Gefðu málefninu það pólitíska vægi sem það verðskuldar. Ef þú átt 2500 kall: Styrktu Kvennaathvarfið. Og ef þú býrð við ofbeldi, mundu að þú átt skilið hjálp.  Það er ævilangt verkefni sextán barna að venjast því að lifa án mömmu. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að tryggja að sá hópur stækki ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“