fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Finnur sýnir hvernig ríkið hefur eldri borgara að fíflum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. janúar 2020 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arkitektinn og eldri borgarinn Finnur Birgisson birti í gær pistil á Facebook sem sýnir hvernig fjármagnstekjuskattur fer með eldri borgara ólíkt öðru fólki.

„Skv. lögum gilda sérreglur um skattlagningu fjármagnstekna, en til þeirra teljast m.a. vaxtatekjur og húsaleigutekjur. Hjá einstaklingum eru fyrstu 150 þús. kr. vaxtatekjurnar á ári undanþegnar fjármagnstekjuskattinum sem er 22%, og helmingurinn af leigutekjum vegna íbúðarhúsnæðis er sömuleiðis frádráttarbær. – Með því er tekið tillit til þess að leigusalinn hefur kostnað á móti tekjunum.

Í útreikningum Tryggingastofnunar gilda hinsvegar engar sérreglur um fjármagnstekjur. Þar eru engin sérstök frítekjumörk eða frádrættir, tekjurnar reiknast til skerðinga frá fyrstu krónu og skerðingarhlutfallið er það sama eins og fyrir aðrar tekjur, þ.e. 45% eða 56,9% (eftir því hvort lífeyristakinn er í sambúð eða býr einn), þótt skattprósenta fjármagns-tekjuskattsins sé miklu lægri en almenna tekjuskattsins (22% vs. 35-37%).

Þetta þýðir:
a) að eldri borgararnir borga fyrst sama skatt af fjármagnstekjum sínum og þeir sem yngri eru, en
b) síðan verða þeir fyrir skerðingum vegna þessara sömu tekna sem vega margfalt þyngra en skatturinn, af því að þá gilda engir frádrættir eða frítekjumörk, og skerðingarprósentan er miklu hærri en skattprósentan.“

Finnur býr til dæmi um tvo einstaklinga sem að virðast í fyrstu í sömu fjárhagslegu stöðu, áður en að kemur í ljós að annar þeirra er eldri borgari og kemur því út í mínus.

„Til að lýsa því betur hvernig þetta kemur út getum við skoðað dæmi af tveimur einstaklingum, sem báðir hafa 150 þús í vaxtatekjur á ári og 1.440 þús. í tekjur af útleigu íbúðarhúsnæðis (120 þús./mán.), – samtals 1.590 þús. Annar er eldri borgari með ellilífeyri, hinn er yngri.

Báðir borga þeir 158.400 kr. í fjármagnstekjuskatt, þ.e. 22% af helmingnum af leigutekjunum. Vaxtatekjurnar eru jafnháar frítekjumarkinu og bera því engan skatt. Skatturinn er þannig um 10% af brúttótekjunum og eftir að hafa greitt hann er ungi einstaklingurinn laus allra mála.

En þá kemur Tryggingastofnun til skjalanna hjá eldri borgaranum. Hún reiknar þessar 1.590 þús. kr. sem hverjar aðrar tekjur, og dregur 45% af þeim eða 715.500 kr. frá ellilífeyrinum, en 904.710 kr. frá ellilífeyri og heimilisuppbót ef um er að ræða einstakling sem býr einn. Niðurstaðan er þá þessi (sjá einnig súlurit):

Ungi einstaklingurinn greiðir 10% af innkomunni í skatt, heldur eftir 90% til eigin nota, eða 1.432 þús. kr.
Ef eldri borgarinn er í sambúð hirðir ríkið í skatt og skerðingar samtals 55% af tekjunum. Hann heldur eftir 716 þús. krónum!
Ef eldri borgarinn býr einn verður það sem ríkið hirðir af honum samtals 66,9% af vaxta- og leigutekjunum. Hann heldur eftir tæpum 527 þús. krónum!!

Sem fyrr segir miðast fjármagnstekjuskatturinn við að helmingur leiguteknanna fari í að mæta kostnaði. Í þessu tilviki eru það 720 þús. kr. Það er um það bil það sama og eldri borgarinn í sambúð heldur eftir, hann getur því akkúrat staðið undir þessum kostnaði en ekkert umfram það. Hann kemur út á sléttu. En ef hann býr einn fer hann ver út úr þessu, hann á þá þegar upp er staðið ekki fyrir kostnaðinum, heldur er hann um 200 þús. kr. í mínus!“

Finnur segir ástandi vera lygilegt, en hann segir blasa við að kjör eldri borgara standist engan samanburð við aðra þætti samfélagsins og að augljós mismunun ríki.

„Þið trúið því e.t.v. ekki að hlutirnir séu með þessum hætti í almannatryggingakerfinu enda er það lygilegt. Ég fullvissa ykkur þó um að þetta er alveg satt. En það blasir auðvitað við öllu réttsýnu fólki, að þessi meðhöndlun eldri borgara í samanburði við það sem annars gildir í samfélaginu er ekkert annað en argasta mismunun og gróft brot á meginreglunni um jafnræði þegnanna.

PS: Hjá TR er 25 þús. kr./mán. almennt frítekjumark, en í dæminu er ekki tekið tillit til þess, þar sem gengið er útfrá því að í öllum tilvikum fylli greiðslur frá lífeyrissjóði upp í það frítekjumark. Ekki er heldur búið að taka inn í dæmið lækkun sem verður á tekjuskatti við það að tekjur frá TR skerast niður, en sú lækkun mildar heildarútkomuna nokkuð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar