fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Sauð upp úr við Hressó – Fannar Dan sagður hafa traðkað tennur úr manni

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. janúar 2020 11:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á þrítugsaldri, Fannar Dan Vignisson, hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem ku hafa átt sér stað fyrir utan veitingastaðinn Hressó. Nokkuð langt er síðan þetta á að hafa gerst, eða sumarið 2016. Málið verður tekið fyrir á næstunni í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Samkvæmt ákæru réðst Fannar á mann með hnefahöggum og spörkum. Hann er svo sagður hafa rifið hann niður í götuna. Eftir það er hann sakaður um að hafa traðkað að minnsta kosti tvisvar á andliti hans.

Samkvæmt ákæru hlaut maðurinn nefbrot og lausar tennur af völdum þessa. Til að bæta gráu ofan á svart þá fannst tæplega hálft gramm af kókaíni í vörslu hans við leit á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík eftir að hann var handtekin vegna meintrar líkamsárásar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd