fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Líkfundurinn á Sólheimasandi: Parið var einungis tvítugt- „Það er sérstakt að finna tvær látnar manneskjur á víðavangi“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 16. janúar 2020 18:44

Flugvélaflakið - Mynd: Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lík karls og konu fundust á Sólheimasandi í dag. Lík konunnar fannst laust undir hádegi en lík mannsins fannst um tvöleytið. Talið er að líkin séu af pari sem var að ferðast saman. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn segir í samtali við RÚV að bæði karlinn og konan hafi verið rétt rúmlega tvítug.

Þá segir Oddur einnig að um sé að ræða ferðamenn frá Kína. „Kínverska sendiráðið hefur verið upplýst um persónuupplýsingar og er að vinna úr þeim upplýsingum núna fyrir okkur. Þannig er bara staðan,“ segir Oddur í samtali við Vísi um málið. Ekki er vitað hver orsök andlátsins eru en ekkert bendir til þess að um saknæmt athæfi sé að ræða. Talið er líklegt að parið hafi orðið úti.

„Það gerist ekki oft“

Í samtalinu við Vísi sagði Oddur einnig að vegfarandi hafi komið að líki og fór lögreglan rakleiðis á vettvang í kjölfarið. „Þar kemur í ljós að svona 150 metra frá gönguleiðinni er lík af konu. Við köllum þá strax til frekari leit, okkur fannst sérstakt að það væri ein kona þarna ein á ferð og enginn sem spyrði um hana. Um tvöleytið fannst lík af karlmanni þarna skammt frá og síðan er rannsóknarvinna í gangi um hvað hafi gerst þarna.“

Aðspurður segir Oddur að þetta sé óvenjulegt mál. „Það er sérstakt að finna tvær látnar manneskjur á víðavangi. Það gerist ekki oft.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Þetta var svona eins og Jesúbarnið“

„Þetta var svona eins og Jesúbarnið“
Fréttir
Í gær

Gestur áhyggjufullur: Gæti reynst ástvinum hreinasta martröð

Gestur áhyggjufullur: Gæti reynst ástvinum hreinasta martröð
Fréttir
Í gær

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka
Fréttir
Í gær

Borðvél sem þýðir bók á örfáum sekúndum

Borðvél sem þýðir bók á örfáum sekúndum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“