fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fréttir

Snjóflóð féllu á Flateyri og í Súgandafirði – Stúlku bjargað úr snjóflóði á Flateyri

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. janúar 2020 04:06

Björgunarsveitarmenn að störfum. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan hálf tólf í gærkvöldi féllu þrjú snjóflóð á Flateyri og í Súgandafirði. Tvö á Flateyri og eitt í Súgandafjörð. Annað flóðið, sem féll á Flateyri, er mjög stórt og sagt jafnast á við flóðið 1995 að stærð. Unglingsstúlku var bjargað úr flóðinu á Flateyri. Ekki hafa borist fregnir af slysum á fólki.

Á Flateyri féllu flóð úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili. Í Súgandafirði féll flóð úr Norðureyrarhlíð, sem er gegnt Suðureyri, og hratt af stað öflugri flóðbylgju sem náði yfir fjörðin og skall á Suðureyri. Ljóst er að mikið eignatjón varð í báðum bæjunum.

RÚV segir að stúlkan, sem var bjargað úr flóðinu, hafi verið föst í því í um hálfa klukkustund.

Varðskipið Þór var statt á Ísafirði í gær og hélt fljótlega af stað til Flateyrar með 35 björgunarsveitarmenn, þrjá lögreglumenn og heilbrigðisstarfsfólk.  Samhæfingarstöð Almannavarna var virkjuð um leið og fréttist af flóðunum.

Flóðbylgja skall á Suðureyri

Snjóflóð féll úr Norðureyrarhlíð, sem er gegnt Suðureyri, og hratt af stað flóðbylgju sem skall á bænum. Nú þegar er vitað að nokkuð tjón varð á húsum og bílum. Björgunarsveitarmenn eru að störfum í bænum.

Vísir hefur eftir Vali S. Valgeirssyni, formanni björgunarsveitarinnar Bjargar, að tjónið sé ekki stórvægilegt. Húsnæði hafi skemmst og einhverjir bílar. Rúður hafi brotnað í einu íbúðarhúsi. Hann sagði að göturnar í neðri hluta bæjarins hafi verið „kjaftfullar af sjó og krapa“.

Veðurstofan telur ekki hættu á snjóflóðum úr hlíðinni ofan við Suðureyri en búið er að rýma það svæði sem Veðurstofan telur að sé í snjóflóðahættu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Segir flugöryggi ógnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var áður einn helsti stuðningsmaður Trump en fær nú að kenna á fúkyrðaflaumi

Var áður einn helsti stuðningsmaður Trump en fær nú að kenna á fúkyrðaflaumi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafði ekki erindi sem erfiði – Vildi ekki segja af hverju hún vildi koma sér upp hesthúsi

Hafði ekki erindi sem erfiði – Vildi ekki segja af hverju hún vildi koma sér upp hesthúsi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðný vandar um við fjölmiðla, dómstóla og löggjafann með orðalag – „Þetta er alltaf ofbeldi“

Guðný vandar um við fjölmiðla, dómstóla og löggjafann með orðalag – „Þetta er alltaf ofbeldi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Gervigreind og sjálfvirkni í fjarfundalausnum

Gervigreind og sjálfvirkni í fjarfundalausnum