fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Leikur Íslands hrundi í síðari hálfleik

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 15. janúar 2020 18:50

Íslensku stuðningsmennirnir voru spenntir og glaðir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland tapaði gegn Ungverjalandi í síðasta leik sínum í undanriðli á EM í handbolta. Leikur íslenska liðsins hrundi í síðari hálfleik eftir að okkar menn höfðu verið yfir í hálfleik 12:9. Lokatölur urðu: 24:18. Ísland skoraði aðeins sex mörk í síðari hálfleik.

Síðari hálfleikurinn var langversti hálleikur okkar manna á mótinu og tapið kemur í veg fyrir að Ísland taki með sér tvö stig inn í milliriðil.

Ungverjar komust yfir í 3:0 í upphafi en Ísland sneri dæminu við og komst mest í fimm marka forystu. Staðan í hálfleik var síðan 12:9.

Í síðari hálfleik gekk hvorki né rak hjá okkar mönnum sem gekk afar illa að ráða við markvörslu og línuspil Ungverja auk þess sem sóknarleikurinn var afar dapur og boltanum var tapað marginnis.

Íslendingar voru vel studdir af dönskum áhorfendum (og að sjálfsögðu íslenskum) í leiknum sem urðu fyrir miklum vonbrigðum enda þýða úrslitin að Danir sitja eftir en Ísland og Ungverjaland  fara áfram í milliriðil. Íslendingar taka ekkert stig með sér í milliriðil en Ungverjar tvö stig.

Í milliriðli bíða andstæðingarnir Noregur, Svíþjóð, Slóvenía og Portúgal.

Fyrir utan að stigaleysið minnkar möguleika Íslands í milliriðlinum afhjúpar leikurinn veikleika í liðinu sem er núna meira spurningamerki. Vonandi nær liðið sér á strik á ný.

Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson skoruðu 4 mörk hvor í dag og Alexander Peterson 3.

Björgvin Páll varði 6 skot og Viktor Gísli Hallgrímsson 2. Markvarsla var góð í fyrri hálfleik en lítil í seinni hálfleik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum