fbpx
Fimmtudagur 04.júní 2020
Fréttir

Már áhyggjufullur og varar við: „Það er stórslys í aðsigi“  – Harðorður í Læknablaðinu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. janúar 2020 11:16

Már Kristjánsson. Mynd/Landspítali

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans, segir að stórslys sé í aðsigi á bráðamóttöku Landspítalans. Már er býsna þungorður í viðtali í nýjasta tölublaði Læknablaðsins og óhætt að segja að hann láti mjög ákveðin varnaðarorð falla um stöðuna. Hann bendir á að fjöldi inniliggjandi sjúklinga á bráðamóttökunni hafi þrefaldast á tveimur árum og mikill þrýstingur sé á að útskrifa sjúklinga.

„Ég hef miklar áhyggjur af vetrinum. Það er stórslys í aðsigi,“ segir hann í viðtali í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Hann segir að ef sókn sjúklinga á bráðamóttökuna þróast eins og síðastliðin þrjú ár geti bráðamóttakan ekki tekið á móti þeim öllum þegar inflúensan stendur sem hæst. Deildin sé yfirfull og ef hópslys yrði gæti deildin ekki með góðu móti tekið á móti sjúklingum.

„Það er vont að vera settur í ómögulega stöðu. Mér finnst staðan á bráðamóttöku Landspítala vera ómöguleg,“ segir hann og bætir við að engar aðgerðir til að breyta stöðunni séu í augsýn.

„Undir þessum kringumstæðum skapast ófaglegar aðstæður, heilbrigðisstarfsfólki verður á og sjúklingar gjalda fyrir það,“ segir hann í viðtalinu.

Már segir ástandið hafa versnað mikið síðustu þrjú ár og fram heldur sem horfir muni það halda áfram að versna. Staðan á deildinni sé óboðleg; sjúklingar, gestir og starfsmenn í litlu rými og sýkingavarnir brostnar.

„Staðan er mjög ógnvekjandi þar sem við erum að fara inn í öndunarsýkingartímabil ársins, inflúensutímann,“ segir hann í viðtalinu og vísar í tölur um sókn sjúklinga á bráðamóttökuna máli sínu til stuðnings.

„Alls 226 dagar eru skráðir vegna innlagnar sjúklinga á bráðadeildina í október árið 2017. Þeir eru 417 í október árið 2018 og 573 nú í október.“ Uppreiknuð jafnast aukningin á við ígildi einnar legudeildar á Landspítala. Þrátt fyrir þennan fjölda hafa aðstæður á deildinni ekkert breyst; aðbúnaðurinn er sá sami en sjúkrarúmum á Landspítalanum í heild fækkað um 43 frá árinu 2014 til loka árs 2018.

„Ég hef miklar áhyggjur af vetrinum. Ég tel stórslys í aðsigi. Það er fyrirsjáanlegt að þetta getur ekki farið vel. Það er full ástæða til að vara við því,“ segir Már.

Hér má lesa viðtalið við Má í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Helgi Hrafn sagði svartri konu að hann hefði upplifað rasisma – „Sumt fólk heldur að ég sé múslimi“

Helgi Hrafn sagði svartri konu að hann hefði upplifað rasisma – „Sumt fólk heldur að ég sé múslimi“
Fréttir
Í gær

Lögreglan beindi skammbyssu að fötluðum manni á áttræðisaldri

Lögreglan beindi skammbyssu að fötluðum manni á áttræðisaldri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhannes gagnrýnir ummæli um ferðaþjónustuna – „I told you so“

Jóhannes gagnrýnir ummæli um ferðaþjónustuna – „I told you so“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín vildi frekar tala við blaðamann en rífast við Kára í símanum

Katrín vildi frekar tala við blaðamann en rífast við Kára í símanum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

George Floyd málið -Samstöðumótmæli á Austurvelli á miðvikudag

George Floyd málið -Samstöðumótmæli á Austurvelli á miðvikudag
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Húsaskiptabeiðnum rignir yfir Íslendinga – „yfirvöld vilja að ég komi til Íslands“

Húsaskiptabeiðnum rignir yfir Íslendinga – „yfirvöld vilja að ég komi til Íslands“