fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Björguðu manni sem ætlaði að synda til Hafnarfjarðar – Réðst á björgunarsveitarmann

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 8. september 2019 09:56

Björgunarsveit að störfum. Myndin tengist ekki frétt beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður í annarlegu ástandi stakk sér til stunds við smábátahöfnina í Gróf, Reykjanesi, þegar flugeldasýning ljósanætur stóð yfir. Frá þessu greina Víkurfréttir.

Sjónarvottar segja að maðurinn hafi ætlað að synda til Hafnarfjarðar. Björgunarbátur kom manninum, sem var að drukkna, til aðstoðar og náðu að bjarga honum áður en illa fór. Maðurinn hins vegar launaði lífsbjörgina með því að ráðast á björgunarsveitarmann. Björgunarsveitarmaðurinn lá óvígur eftir árásina og var fluttur á sjúkrahús.

Þegar þetta átti sér stað var gert hlé á flugeldasýningu, að öðru sinni um kvöldið. Fyrra skiptið var þegar bátur sigldi inn á öryggissvæði.

Víkurfréttir hafa eftir Haraldi Haraldssyni hjá Björgunarsveitinni Suðurnes að atvikið hafi verið klár lífsbjörgun og sorglegt að maðurinn hafi ráðist á björgunarsveitarmann og veitt honum áverka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar