Sunnudagur 19.janúar 2020
Fréttir

Björguðu manni sem ætlaði að synda til Hafnarfjarðar – Réðst á björgunarsveitarmann

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 8. september 2019 09:56

Björgunarsveit að störfum. Myndin tengist ekki frétt beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður í annarlegu ástandi stakk sér til stunds við smábátahöfnina í Gróf, Reykjanesi, þegar flugeldasýning ljósanætur stóð yfir. Frá þessu greina Víkurfréttir.

Sjónarvottar segja að maðurinn hafi ætlað að synda til Hafnarfjarðar. Björgunarbátur kom manninum, sem var að drukkna, til aðstoðar og náðu að bjarga honum áður en illa fór. Maðurinn hins vegar launaði lífsbjörgina með því að ráðast á björgunarsveitarmann. Björgunarsveitarmaðurinn lá óvígur eftir árásina og var fluttur á sjúkrahús.

Þegar þetta átti sér stað var gert hlé á flugeldasýningu, að öðru sinni um kvöldið. Fyrra skiptið var þegar bátur sigldi inn á öryggissvæði.

Víkurfréttir hafa eftir Haraldi Haraldssyni hjá Björgunarsveitinni Suðurnes að atvikið hafi verið klár lífsbjörgun og sorglegt að maðurinn hafi ráðist á björgunarsveitarmann og veitt honum áverka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Alvarlegt ástand tveggja pilta sem féllu í sjóinn í Hafnarfirði

Alvarlegt ástand tveggja pilta sem féllu í sjóinn í Hafnarfirði
Fréttir
Í gær

Íslenski kötturinn Millý týndist fyrir 10 árum síðan – Þegar símtalið kom var eigandinn bæði undrandi og glaður

Íslenski kötturinn Millý týndist fyrir 10 árum síðan – Þegar símtalið kom var eigandinn bæði undrandi og glaður
Fréttir
Í gær

Björgólfur syrgir Össa – „Ég kveð góðan stóra bróður með söknuði“ – „Hafði verið að nálgast dauðann jafnt og þétt“

Björgólfur syrgir Össa – „Ég kveð góðan stóra bróður með söknuði“ – „Hafði verið að nálgast dauðann jafnt og þétt“
Fréttir
Í gær

Hin látnu á Sólheimasandi voru kínverskir námsmenn búsettir í Bretlandi

Hin látnu á Sólheimasandi voru kínverskir námsmenn búsettir í Bretlandi
Fréttir
Í gær

Guðleysingi segir prestssyninum til syndanna – „Hvort sem hún er kristin, and-kristin, nýaldartengd eða jafnvel satanísk“

Guðleysingi segir prestssyninum til syndanna – „Hvort sem hún er kristin, and-kristin, nýaldartengd eða jafnvel satanísk“