fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Fimm sem gætu orðið ríkislögreglustjórar

Ritstjórn DV
Laugardaginn 21. september 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið hefur mætt á Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra að undanförnu og margir velt fyrir sér hvort hann þurfi að hverfa úr embætti vegna háværrar gagnrýni. Hér eru fimm einstaklingar sem gætu komið í staðinn fyrir hann.

1. Rýni til gagns

Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur, hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á Harald, en oft er það þannig að þeir sem hafa hæst í gagnrýni vita betur hvernig á að standa að málum. Því væri kjörið ef Arinbjörn tæki að sér þetta veigamikla embætti og lægði öldurnar í eitt skipti fyrir öll.

2. Brosandi löggan

Birgir Örn Guðjónsson gengur í daglegu tali undir viðurnefninu Biggi lögga. Skoðanir hans hafa vissulega verið umdeildar meðal almennings, en um leið og hann fann fyrir mótlæti tónaði hann sig niður og varð alþýðulöggan sem hugsar vel um hag almennings. Því gæti hann orðið diplómatískur ríkislögreglustjóri sem vill engan styggja og heldur öllum glöðum.

3. Brynjar lögga

Brynjar Níelsson alþingismaður lýsti því hátt og skýrt yfir að hann kærði sig ekki um að vera dómsmálaráðherra þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hreppti hnossið. Er hann kannski að bíða eftir embætti ríkislögreglustjóra? Hann hefur varið lögregluna gegn gagnrýni í gegnum tíðina og virðist vera mjög með á nótunum um hvað þurfi til að tryggja löggæslu í landinu.

4. Glæst endurkoma

Alda Hrönn Jóhannsdóttir hefur upplifað hæðir og lægðir í starfi sínu hjá lögreglunni, en henni var tímabundið vikið úr starfi árið 2016 þegar tveir einstaklingar sökuðu hana um brot í starfi vegna LÖKE-málsins svokallaða. Málið var fellt niður og Alda Hrönn sneri aftur til starfa í lögreglunni og því ætti hún manna best að vita hvar pottur er brotinn innan lögreglunnar.

5. Skortir ekki skoðanir

Sigmar Vilhjálmsson, sem var áður tengdur við tvíeykið Simma og Jóa og Hamborgarafabrikkuna, virðist hafa skoðanir á gjörsamlega öllu í þjóðfélagsumræðunni. Hann gæti orðið hressi og skoðanaglaði ríkislögreglustjórinn sem ávallt svaraði fyrirspurnum fjölmiðla, ólíkt Haraldi. Ekki skemmir fyrir að hann gæti jafnvel hresst upp í mötuneytinu í embættinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Foreldar barna á Múlaborg stíga fram og segja kerfið hafa brugðist – Fyrsti grunur tilkynntur ári fyrir handtökuna

Foreldar barna á Múlaborg stíga fram og segja kerfið hafa brugðist – Fyrsti grunur tilkynntur ári fyrir handtökuna
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rekstur veitingastaðar Tamilu og Jónsa endaði með ósköpum – Ásakanir um þjófnað, fals, meiðyrði, hótanir og ýjað að hjúskaparbroti

Rekstur veitingastaðar Tamilu og Jónsa endaði með ósköpum – Ásakanir um þjófnað, fals, meiðyrði, hótanir og ýjað að hjúskaparbroti
Fréttir
Í gær

Stefán Einar tjáir sig um arabísku mennina – „Hrein og klár ögrun við íslenskt samfélag“

Stefán Einar tjáir sig um arabísku mennina – „Hrein og klár ögrun við íslenskt samfélag“
Fréttir
Í gær

Trump trylltist við spurningar blaðakonu – „Róaðu þig, svínka“

Trump trylltist við spurningar blaðakonu – „Róaðu þig, svínka“
Fréttir
Í gær

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur
Fréttir
Í gær

FÍF boðar til yfirvinnubanns

FÍF boðar til yfirvinnubanns
Fréttir
Í gær

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þitt nafn bjargar lífi – Af hverju mannúðin getur sigrað

Þitt nafn bjargar lífi – Af hverju mannúðin getur sigrað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Biður um fjármagn svo lögreglan geti vaktað Alþingi allan sólarhringinn

Biður um fjármagn svo lögreglan geti vaktað Alþingi allan sólarhringinn