fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Fréttir

Ríkið krefst sýknu af bótakröfum Guðjóns Skarphéðinssonar – Krefur Guðjón einnig um málskostnað

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 20. september 2019 07:55

Ragnar Aðalsteinsson lögmaður fer með málið fyrir hönd Guðjóns.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var greinargerð ríkisins lögð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna stefnu Guðjóns Skarphéðinssonar sem var þingfest í júní. Guðjón var í fyrra sýknaður af aðild að Geirfinnsmálinu. Hann krefst 1,3 milljarða í bætur, þar á meðal fyrir ólöglega frelsissviptingu, ranga dóma sakadóms Reykjavíkur og Hæstaréttar og fyrir fjölmargar ólögmætar rannsóknaraðferðir lögreglu og ákæruvalds. Vísað er til ómannúðlegrar meðferðar og ítrekaðra brota gegn mannlegri reisn Guðjóns í stefnunni.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að ríkið hafni öllum málatilbúnaði Guðjóns og vísi meðal annars til þess að dómkrafa hans sé fyrnd en að öðru leyti hafi Guðjón sjálfur stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisir bótakröfur sínar á.

Ríkislögmaður fer með málið fyrir hönd ríkisins og vísar hann í greinargerð sinni til málsatvika eins og þeim er lýst í dómi Hæstaréttar frá 1980  þegar Guðjón var sakfelldur. Ríkislögmaður telur þann dóm hafa sönnunargildi um málsatvik þar sem sýknudómur Hæstaréttar frá því í fyrra fjalli ekkert um þau.

Ríkislögmaður telur að önnur gögn, til dæmis sérfræðiálit um falskar játningar, hafi ekkert sönnunargildi í málinu.

„Í kröfugerðinni og röksemdum felst afstaða ríkisstjórnarinnar, sem gefur lögmanni sínum fyrirmæli, til bótakrafna þeirra sem sýknaðir voru. Þeir eigi ekki neinn rétt á skaðabótum úr hendi ríkisins fyrir þá meingerð sem ríkið olli þeim með refsidómum sem eru ígildi dómsmorða. Ríkisstjórnin ætlar sér að komast upp með dómsmorðin án nokkurra afleiðinga fyrir ríkið og af fullkomnu ábyrgðarleysi.“

Hefur Fréttablaðið eftir Ragnari Aðalsteinssyni, lögmanni Guðjóns. Vísaði Ragnar þar til afsökunarbeiðni forsætisráðherra vegna málsins í fyrra, sáttaboðs sem fólst í henni, viðurkenningu á hlutlægu bótarétti í skilabréfi sáttanefndarinnar og þess að nú hafi ríkið vent kvæði sínu í kross eins og komi fram í nýframlagðri greinargerð. Með þessu framferði er traðkað á mannréttindum borgaranna að sögn Ragnars sem vísaði bæði til stjórnarskrár landsins og Mannréttindasáttmála Evrópu um skýran rétt Guðjóns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Landsréttur vísar máli Sendinefndar ESB gegn Tómasi Hilmari frá – „Þetta er gríðarlegur léttir“

Landsréttur vísar máli Sendinefndar ESB gegn Tómasi Hilmari frá – „Þetta er gríðarlegur léttir“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Stórtækur þjófur með mikið magn vopna í sinni vörslu

Stórtækur þjófur með mikið magn vopna í sinni vörslu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vill að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra – „Þarna var um að ræða svívirðilega aðför“

Vill að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra – „Þarna var um að ræða svívirðilega aðför“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Einar segir Færeyinga hafa beitt sér gegn hagsmunum Íslands – „Frændur en engir vinir”

Einar segir Færeyinga hafa beitt sér gegn hagsmunum Íslands – „Frændur en engir vinir”
Fréttir
Í gær

Hegðun Trump gæti ýtt Íslandi yfir línuna í átt til ESB aðildar

Hegðun Trump gæti ýtt Íslandi yfir línuna í átt til ESB aðildar
Fréttir
Í gær

Læknar höfðu verulegar áhyggjur af hjónunum í Súlunesi eftir ítrekuð blómkálseyru og ótrúverðugar skýringar en gátu ekkert gert

Læknar höfðu verulegar áhyggjur af hjónunum í Súlunesi eftir ítrekuð blómkálseyru og ótrúverðugar skýringar en gátu ekkert gert
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Keyptu splunkunýtt parhús sem reyndist svo verulega gallað – Leki og mygla komu upp fljótlega eftir afhendingu

Keyptu splunkunýtt parhús sem reyndist svo verulega gallað – Leki og mygla komu upp fljótlega eftir afhendingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrír erlendir ríkisborgarar grunaðir um að svíkja fé af öldruðu fólki í Reykjavík

Þrír erlendir ríkisborgarar grunaðir um að svíkja fé af öldruðu fólki í Reykjavík