fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Fréttir

Ók undir áhrifum ólöglegra efna – Vel útbúin kannabisræktun fannst af tilviljun

Ritstjórn DV
Föstudaginn 20. september 2019 19:23

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Selfossi stöðvaði í gær ökumann fólksbifreiðar með það að leiðarljósi að kanna með ástand og ökuréttindi hans. Við afskipti, fundu lögreglumenn mikla kannabislykt af manninum og játaði maðurinn neyslu kannabisefna, áður en síðar meir margt annað kom í ljós. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum, en þar segir:

Eitt leiddi af öðru og fóru lögreglumenn með manninn að heimili hans, þar sem þeir fundu sterka kannabislykt. Karlmaðurinn heimilaði leit á heimili sínu og framvísaði um leið nokkru magni af kannabisefnum.

Við nánari skoðun fundu lögreglumenn svo kannabisræktun í kjallara hússins, sem karlmaðurinn gekkst við að eiga.

Um var að ræða nokkuð vel útbúna aðstöðu til kannabisræktunar þar sem 525 kannabisplöntur, á mismunandi ræktunarstigum, voru. Þar vaknaði jafnframt grunur um að rafmagn hefði verið leitt fram hjá rafmagnsmæli og var fenginn sérfróður aðili um rafmagn, á staðinn og staðfesti hann að rafmagn, notað til kannabisræktunarinnar, var leitt fram hjá mæli.

Málið telst upplýst og á maðurinn von á kæru fyrir akstur undir áhrifum ólöglegra ávana- og fíkniefna, vörslu fíkniefna, framleiðslu kannabisefna, rof á innsigli rafmagnsmælis og þjófnaði á orku.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Spyr af hverju níðingar fá pláss og vald – „Er einelti í lagi ef eineltið er gagnvart minnihlutahóp eins og trans fólki?“

Spyr af hverju níðingar fá pláss og vald – „Er einelti í lagi ef eineltið er gagnvart minnihlutahóp eins og trans fólki?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Synjað um bætur eftir örlagaríka ferð til tannlæknis

Synjað um bætur eftir örlagaríka ferð til tannlæknis
Fréttir
Í gær

„Það er verið að taka flugrekstur og ferðaþjónustu á Íslandi og bara Íslendinga í gíslingu“

„Það er verið að taka flugrekstur og ferðaþjónustu á Íslandi og bara Íslendinga í gíslingu“
Fréttir
Í gær

Vill geta sleppt því að arfleiða soninn – „Þau sem þarfnast þess mest“

Vill geta sleppt því að arfleiða soninn – „Þau sem þarfnast þess mest“