fbpx
Þriðjudagur 15.október 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Íbúi á Ásbrú hefur fengið sig fullsaddan af ælandi köttum – „Ég er að sturlast“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 19. september 2019 13:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúi nokkur á Ásbrú segist hafa fengið sig fullsaddan af lausagöngu katta. Viðkomandi segir í hópi fyrir íbúa á svæðinu að kornið sem fyllti mælinn hafi verið köttur sem fór inn í íbúð hans og ældi út um allt. Íbúinn segir í samtali við DV að banna ætti lausagöngu katta líkt og hunda.

Innan fyrrnefnds hóps birtir íbúinn myndir af ælu kattarins. „Það er virkilega komið nóg núna af þessum lausagöngu köttum. Ég var með svefnherbergisglugga opin til að lofta út. Á meðan ég var ekki inn i herbergi, kom einhver köttur inn í herbergið okkar og ældi ofan á gluggakistuna, ofan í ofninn og á gólfinu. Ég er að sturlast út af ykkur kattaeigendum sem hugsa að þetta sé í lagi, að láta kettina ykkar út án eftirlits – skita, pissa og æla út um allt,“ lýsir þessi íbúi.

Hann bendir á að þetta yrði aldrei liðið ef hundur myndi æla á lóð fólks. „Hvernig væri ef ég myndi láta 30 kg labradorin minn út og skíta á grasblettinn ykkar, að koma með hundinn inn til ykkar og láta hana æla þar. Og svo labba bara i burtu. Segi að þetta sé ekki mitt mál!?! Virkilega skammist ykkur fyrir svona hegðun,“ skrifar íbúinn.

Í samtali við DV leggur íbúinn áherslu á að það þurfi að banna lausagöngu katta. „Það er komin tími til að banna lausagöngu katta. Ég, sem hundaeigandi, þarf að sjá um tíkina mína og þrifa eftir hana þegar hún gerir sínar þarfir. Ef hún fer i lausagögnu og hún er tekin, þarf ég að borga 9500kr til að fá hana aftur heim? Afhverju er það ekki þannig með kattaeigendar? Afhverju þarf ég að þrifa upp eftir kött, sem ælir inn í íbúðina mína og týna upp katta skítinn úr sandkassa barnsins míns sem vil fara leika?,“ spyr íbúinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Engar nektarmyndir af Þórarni í IKEA

Engar nektarmyndir af Þórarni í IKEA
Fréttir
Í gær

Sorglegt hvernig Breiðholtið er talað niður – „Ungt fólk elst upp haldandi að þau séu annars flokks þegnar“

Sorglegt hvernig Breiðholtið er talað niður – „Ungt fólk elst upp haldandi að þau séu annars flokks þegnar“
Fréttir
Í gær

Heimilisleysi á Íslandi – Brýn þörf á úrræðum: „Við erum gleymdir hér og óttumst framtíðina“

Heimilisleysi á Íslandi – Brýn þörf á úrræðum: „Við erum gleymdir hér og óttumst framtíðina“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sænsk félagsmálayfirvöld tóku ungabarn af íslenskri konu – Áður dæmd á íslandi fyrir að beita fimm önnur börn sín ofbeldi

Sænsk félagsmálayfirvöld tóku ungabarn af íslenskri konu – Áður dæmd á íslandi fyrir að beita fimm önnur börn sín ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alvarlegt umferðarslys á Snæfellsnesi – Fimm alvarlega slösuð

Alvarlegt umferðarslys á Snæfellsnesi – Fimm alvarlega slösuð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bíll valt við Akureyri í morgun

Bíll valt við Akureyri í morgun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úlfúð á Instagram-síðu Hjörvars og konur vilja hann dauðann: „Vonandi skýtur þig einhver“

Úlfúð á Instagram-síðu Hjörvars og konur vilja hann dauðann: „Vonandi skýtur þig einhver“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rosalegt myndband úr Reynisfjöru: Útlendingar skríktu úr hlátri þegar maðurinn virtist við dauðans dyr

Rosalegt myndband úr Reynisfjöru: Útlendingar skríktu úr hlátri þegar maðurinn virtist við dauðans dyr