fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Tvö mannrán á borði lögreglu: Barinn í Heiðmörk og látinn vaða út í ískalt vatnið

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. september 2019 08:48

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær tilkynningar um frelsissviptingu komu inn á borð lögreglu með skömmu millibili síðdegis í gær. Annars vegar var tilkynnt um líkamsárás í Heiðmörk og hins vegar frelsissviptingu í Borgartúni.

Klukkan rétt rúmlega 17 tilkynnti ungur maður að menn hefðu flutt sig í Heiðmörk þar sem hann var barinn með kylfu og úðavopni beitt gegn honum. Þá var hann látinn vaða út í vatn á svæðinu og var hann orðinn kaldur þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang. Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild þar sem hann fékk aðhlynningu. Að sögn lögreglu er málið í rannsókn.

Um svipað leyti var tilkynnt um frelsissviptingu sem byrjaði Borgartúni en teygði anga sína víðar. Maðurinn sem tilkynnti atvikið mun hafa verið að aka í Borgartúni þegar tvær manneskjur settust inn í bíl hans,  kona í framsæti og maður í aftursæti.

Maðurinn í aftursætinu mun hafa tekið upp eggvopn og hótað manninum.  onan fór síðan úr bifreið hans og  var manninum sagt að aka á eftir bifreið konunnar og var farið  í hverfi 113 (Grafarholt og Úlfarsárdalur) þar sem ætlunin var  að reyna að peningum árásarþola úr hraðbanka.  Síðan var honum sagt að aka að heimili sínu þar sem ofbeldismaðurinn fylgdi honum inn og stal lyfjum og fleiru. Er þeir voru á útleið aftur mun maðurinn hafa náð að loka útihurðinni á ofbeldismanninn og hringdi hann síðan í lögreglu. Málið er í rannsókn.

Fleiri mál komu inn á borð lögreglu í gærkvöldi og í nótt.

Klukkan hálf þrjú í nótt var tilkynnt um mann sem var að brjóta rúðu í bifreið í Vesturbænum. Þegar lögreglumenn komu á vettvang sat maðurinn í bifreiðinni en tjáði lögreglu að engin verðmæti væri að finna í henni. Honum væri einfaldlega kalt.

Lögregla handtók manninn og færði hann á lögreglustöðina. Hann var síðan vistaður í fangageymslu lögreglu. Að sögn lögreglu fannst opinn hnífur í vasa mannsins og þá var hann eftirlýstur hjá lögreglu vegna annarra mála.

Lögregla hafði afskipti af nokkrum ökumönnum í gærkvöldi og í nótt sem ýmist voru ölvaðir eða undir áhrifum eiturlyfja. Einn þeirra hafði ekið á kyrrstæða bifreið á Laugavegi um kvöldmatarleytið í gær en hann er grunaður um ölvunarakstur. Þá hefur hann ekki öðlast ökuréttindi og var því réttindalaus. Maðurinn var vistaður í fangaklefa.

Nokkru síðar, eða á áttunda tímanum í gærkvöldi, fékk lögregla tilkynningu frá hóteli við Laugaveg um mann í annarlegu ástandi sem hafði stolið söfnunarbauk sem hann var að reyna að opna. Lögregla handtók manninn sem lét ófriðlega og reyndi að sparka frá sér. Þá mun lögreglukona hafa fengið hráka frá manninum í andlitið. Í skeyti frá lögreglu er tekið fram að hann sé skráður „sýktur“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þrettán ára stúlka grunuð um morð í Bretlandi

Þrettán ára stúlka grunuð um morð í Bretlandi
Fréttir
Í gær

Þetta eru stórmyndirnar sem Eddie Murphy syrgir að hafa hafnað

Þetta eru stórmyndirnar sem Eddie Murphy syrgir að hafa hafnað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Birtir sláandi dæmi um hvernig venjulegur fjölskyldubíll gæti hækkað í verði um áramótin

Birtir sláandi dæmi um hvernig venjulegur fjölskyldubíll gæti hækkað í verði um áramótin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“