fbpx
Fimmtudagur 22.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Tekjublað 2019  Sjá allt

Fréttir

Ragnar er látinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 9. ágúst 2019 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar S. Halldórsson, fyrrverandi forstjóri og stjórnarformaður Íslenska álfélagsins, er látinn. Morgunblaðið og Hringbraut greina frá láti hans.

Ragnar lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 7. ágúst, 89 ára að aldri.

Hann var fæddur í Reykjavík þann 1. september árið 1929. Eftirlifandi eiginkona hans er Margrét Kristín Sigurðardóttir viðskiptafræðingur. Ragnar lætur eftir sig fjögur börn, þau eru: Kristín Vala, prófessor við Háskóla Íslands, Halldór Páll, forstjóri verktakafyrirtækisins Pihl&Søn í Danmörku, Sigurður Ragnar, forstjóri ÍAV, og Margrét Dóra, sjálfstætt starfandi tölvu- og sálfræðingur.

Ragnar lauk M.Sc.-prófi í byggingaverkfræði frá DTH í Kaupmannahöfn árið 1956. Það sama ár hóf hann störf hjá Bandaríkjaher á Keflavíkurflugvelli og var yfirverkfræðingur og síðar framkvæmdastjóri verkfræðideildar sjóhersins.

Árið 1966 flutti Ragnar af landi brott og hóf störf hjá Swiss Aluminium í Sviss og Austurríki. Í framhaldi af því, árið 1969, tók hann við starfi forstjóra álvers ÍSAL í Straumsvík. Starfinu gegndi Ragnar til ársins 1988 og eftir það gegndi hann stöðu formanns stjórnar ÍSAL um skeið.

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum
Ragnar er látinn

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Háþrýstiþvottur líklega ein af smitleiðunum í Efstadal í sumar

Háþrýstiþvottur líklega ein af smitleiðunum í Efstadal í sumar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Harðar deilur á Reykjanesbraut: Kastaði kaffibollanum í bílinn á rauðu ljósi

Harðar deilur á Reykjanesbraut: Kastaði kaffibollanum í bílinn á rauðu ljósi