fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Fréttir

Samtök iðnaðarins og Hermann Óli í hár saman vegna vafa um hvort hann hafi lokið tilskildum prófum

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 22. ágúst 2019 13:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtök iðnaðarins hafa sent erindi til Neytendastofu vegna Hermanns Óla Bachmann Ólafssonar, hárgreiðslumanns og eiganda hársnyrtistofunnar Modus, vegna vafa um hvort Hermann hafi lokið tilskildum prófum. Um lögverndaða iðngrein er að ræða og samkvæmt lögum er bannað að starfa sjálfstætt við iðnina nema hafa lokið prófi og aflað sér leyfis til starfa. Aðeins þeir sem hafa leyfi hafa réttinn til að kalla sig hárgreiðslufólk eða hársnyrtifólk, það eru þeir sem hafa sveins- eða meistarabréf.

Ábending barst blaðamanni um að umræddur Hermann væri réttindalaus og að málið lægi nú inni á borði hjá Neytendastofu. Samtök iðnaðarins staðfestu við blaðamann að hafa heyrt af málinu og einnig að hafa sent erindi vegna þess til Neytendastofu. Í svari SI við fyrirspurn blaðamanns segir: „Með hliðsjón af iðnaðarlöggjöfinni hafa Samtök iðnaðarins vakið athygli Neytendastofu á þessu tiltekna máli sem þú nefnir. Það er í höndum Neytendastofu að kanna þetta nánar og bíða Samtök iðnaðarins úrskurðar. Starfsheitið og hársnyrtiiðnin er lögvernduð og þannig er verið að vernda hagsmuni neytenda. Mega því aðeins sveinar og meistarar í iðninni starfa í hársnyrtiiðn. Nemar mega starfa undir handleiðslu meistara. Iðnaðarlöggjöfin veitir því ákveðna tryggingu fyrir neytendur.“

Uppfært: Í áréttingu sem blaðamanni barst frá SI er tekið fram að kvörtun þeirra beinist að MODUS hárgreiðslustofunni, sem Hermann er í forsvari fyrir en ekki Hermanni persónulega. Mun málið varða meinta villandi viðskiptahætti hárstofunnar.

Hárgreiðslustofan Modus fagnaði tíu ára afmæli sínu á síðasta ári og rekur stofu bæði í Smáralind í Kópavogi og á Glerártorgi á Akureyri. Hermann Óli hefur notið mikillar hylli í faginu. Hann hefur tekið að sér brúðarhárgreiðslu, hárgreiðslu fyrir ýmsa viðburði eða myndatökur og er gjarnan leitað til hans sem málsmetandi einstaklings þegar rætt er um stefnur og strauma í hártísku. Hann rekur einnig verslunina harvorur.is sem selur margs konar hárvörur.

Hermann Óli segir í samtali við blaðamann að þessar ásakanir standist ekki skoðun. Hann hafi lokið sveinsprófi með prýði í febrúar síðastliðnum og hann taki slíkar ásakanir og einelti alvarlega.

Ekki þarf þó að efast um færni Hermanns til að gegna starfinu. Hann hefur notið mikilla vinsælda en þó virðist einhverjum vafa undirorpið hvernig stöðu réttinda hans er háttað og ljóst að annaðhvort Hermann eða Samtök iðnaðarins segja ekki rétt frá. Það verður því fróðlegt að sjá hvaða afgreiðslu erindi SI fær hjá Neytendastofu svo neytendur geti vitað upp á hár hvort réttindi Hermanns séu til staðar eða ekki.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við
Fréttir
Í gær

Alvarlegt umferðarslys á Biskupstungnabraut

Alvarlegt umferðarslys á Biskupstungnabraut
Fréttir
Í gær

Skoða megi atburði dagsins sem fyrirboða um framtíð Grænlands og ekki ólíklegt að Ísland komi þar við sögu

Skoða megi atburði dagsins sem fyrirboða um framtíð Grænlands og ekki ólíklegt að Ísland komi þar við sögu
Fréttir
Í gær

Dóra Björt sækist eftir 3.-4. sæti hjá Samfylkingunni – „Ég er jafnaðarmanneskja í húð og hár“

Dóra Björt sækist eftir 3.-4. sæti hjá Samfylkingunni – „Ég er jafnaðarmanneskja í húð og hár“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hæstiréttur neitar að taka fyrir mál manns sem nuddaði rass stjúpdóttur sinnar

Hæstiréttur neitar að taka fyrir mál manns sem nuddaði rass stjúpdóttur sinnar