fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Dorrit viðurkennir tengsl við Epstein – Nafn hennar í svörtu bók níðingsins

Hjálmar Friðriksson, Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 22. ágúst 2019 11:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margt bendir til þess að Dorrit Moussaieff, eiginkona Ólafs Ragnars Grímssonar og fyrrverandi forsetafrú, sé sú „Dorrit“ sem finna má í hinni alræmdu svörtu bók Jeffrey Epstein. Í svari við fyrirspurn DV segist Dorrit eiga marga sameiginlega vini með Epstein og hafa verið nágranni hans um tíma.

„Jeffrey Epstein bjó í sömu götu og ég í London einhvertímann á milli 1978 og 1983. Við áttum marga sameiginlega kunningja. Það er möguleiki á því að á einhverjum tímapunkti hafi hann verið með símanúmerið mitt,“ segir Doritt í svari við fyrirspurn DV um hvort hún kunni að vera í símaskránni alræmdu.

Símaskráin hefur birst opinberlega og má sjá hér. Öll símanúmer hafa þó verið afmáð en í henni má finna nöfn heimþekkts fólks, svo sem Donald Trump, Bill Clinton, Tony Blair og Bill Cosby, svo einungis nokkrir séu nefndir.

Fyrr í vikunni greindi DV frá því að Daily Mail hefði birt mynd af Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrrverandi forseta Íslands, og Dorrit Moussaieff, með vinkonu, fyrrverandi kærustu og nánasta samstarfsmanni Jeffrey Epstein, Ghislaine Maxwell.

Hún er sögð vera í felum núna og er grunuð um hlutdeild í saknæmu atferli Epsteins en hann var ákærður fyrir víðtæka kynferðislega misnotkun og mansal á börnum. Epstein er sjálfur sagður hafa svipt sig lífi í fangaklefa sínum á Manhattan undir mjög grunsamlegum kringumstæðum.

Epstein átti 45 ára fangelsi yfir höfði sér vegna mansals og barnaníðs sem hann var sakaður um eftir aldamót. Málið hefur vakið mikla athygli um heim allan ekki síst fyrir þær sakir að hann átti valdamikla vini svo sem Donald Trump, Bill Clinton og Andrew Bretaprins.

UPPFÆRT

Dorrit sagði í frekari samskiptum við blaðamann að hún hafi ekki orðið vitni að neinu óvenjulegu í hegðun Epstein. „Það var ekkert furðulegt við hann.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna
Fréttir
Í gær

Ný rannsókn sýnir að andlitsgrímurnar úr covid faraldrinum eru „tifandi tímasprengja“

Ný rannsókn sýnir að andlitsgrímurnar úr covid faraldrinum eru „tifandi tímasprengja“
Fréttir
Í gær

Veistu hvað það eru margir maurar í heiminum? – Þeir eru mjög margir

Veistu hvað það eru margir maurar í heiminum? – Þeir eru mjög margir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndráp í Hlíðarhjalla árið 2005: „Átti að vera skemmtilegt kvöld í góðum vinahóp en endaði hræðilega“

Manndráp í Hlíðarhjalla árið 2005: „Átti að vera skemmtilegt kvöld í góðum vinahóp en endaði hræðilega“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mislingafaraldurinn í Evrópu heldur áfram að geisa – Óbólusettir í mestri hættu

Mislingafaraldurinn í Evrópu heldur áfram að geisa – Óbólusettir í mestri hættu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur