fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Fréttir

Brotist inn á heimili Jóns Gnarr: „Við höfðum brugðið okkur frá í nokkra klukkutíma“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 19. ágúst 2019 08:50

Jón Gnarr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hvet fólk til að læsa útidyrum og líka að setja upp einfaldar eftirlitsmyndavélar,“ segir Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri.

Myndband sem Sigurður Þór Helgason, íbúi í Vesturbænum, birti á Facebook-síðu sinni um helgina vakti mikla athygli en á því mátti sjá bréfbera reyna að fara inn í hús Sigurðar í skjóli nætur. Á myndbandinu sést þegar einstaklingurinn tekur í hurðarhúninn, skömmu eftir að hann rennir Fréttablaðinu inn um lúguna.

Jón Gnarr deildi frétt Vísis af málinu á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi og rifjaði upp óþægilegt atvik sem átti sér stað á heimili hans.

Brugðu sér frá í nokkra klukkutíma

„Fyrir nokkrum árum var brotist inn heima hjá okkur. Þetta var á föstudagseftirmiðdegi. Við höfðum brugðið okkur frá í nokkra klukkutíma og skilið útidyrnar eftir ólæstar. Einhver fór inn á stigaganginn, stal úr vösum og tók tölvu sem sonur minn hafði skilið eftir,“ segir Jón í færslunni.

„Þetta var svo dularfullt. Útidyrnar okkar eru bakdyr og ekki sérstaklega aðgengilegar, það kemur sjaldnast nokkur að þeim nema eiga erindi. Það var svo 2-3 vikum seinna sem ég sat heima og heyrði að póstur var settur innum lúguna mína og þá allt í einu lagði ég saman 2 og 2. Verið var að bera út dagblað sem hætt er að koma út en helgarblaðið kom einmitt um seinnipart föstudags. Blaðburðarmaðurinn var greinilega að tékka á mannaferðum og athuga hvort hurðir væru læstar þegar hann fór um með blöðin,“ segir hann.

Setti upp ódýra eftirlitsmyndavél

Í færslunni segist hann hafa haft samband við lögreglu sem talaði við umræddan einstakling. Jón segir að þar sem hann neitaði hafi lögregla ekki getað aðhafst frekar í málinu. Jón segist hvetja fólk til að læsa útidyrum en einnig segir hann einfalt að setja upp eftirlitsmyndavél.

„Það er til dæmis hægt að nota gamla síma og setja í þá ókeypis öpp. Ég geri það. Ég er með Presence og gamlan iphone útí glugga og ef einhver er að sniglast í kringum heimili mitt þá fæ ég notification með mynd.“

Í samtali við Morgunblaðið í gær sagðist Sigurður Þór hafa birt myndbandið í þeim tilgangi að hvetja fólk til að læsa. „Ég fékk bara áfall. Þegar maður er með fjöl­skyldu, börn og verðmæti þarna inni geng­ur þetta mjög nærri manni. Ég svaf ekk­ert alla nótt­ina eft­ir að hafa séð þetta mynd­band,“ sagði hann. Líkt og í tilfelli Jóns segir Sigurður að lögregla hafi ekkert gert þar sem ekki sé um eiginlegt lögbrot að ræða að taka í hurðarhúninn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð