fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Klám tekið upp í Neskaupstað: „Margir hér í bænum horfðu á það“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 18. júlí 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hótelstjóri í Neskaupstað réð ungt erlent par sem umsjónarfólk á Cliff hótel í bænum í vor. Í maí tók parið sig til og birti kynlífsmyndband af sér á einni stærstu klámsíðu heims, Pornhub, og fór ekki á milli mála að myndbandið var tekið inni á hótelinu.

Hótelið var áður Eddu hótel, en heitir í dag Cliff hótel og á veturna er þar heimavist fyrir nemendur Verkmenntaskóla Austurlands.

„Indælisfólk og ekki skrifað utan á þau að þetta væri hobbíið þeirra. Duglegt fólk, það vantaði ekki og ráðin til að vera húsráðendur á hótelinu,“ segir heimildarmaður í samtali við DV. „Það skiptir engu þótt þetta sé hobbíið þeirra, en ekki fara að blanda hótelinu í málið. Þetta er viðkvæmt þar sem hótelið er heimavist á veturna.“

Heimavist og hótel Cliff hótel Mynd: ja.is

Hákon Guðröðarson tók við rekstri hótelsins í vor, en hann á Hótel Hildibrand í Neskaupstað, sem hann hefur rekið í nokkurn tíma við mjög góðan orðstír.

„Ég held að það sé búið að taka myndbandið niður,“ segir heimildarmaður, „ég horfði ekki á það sjálfur, hafði hreinlega ekki áhuga á því, en veit að margir hér í bænum horfðu á það.“

Parið var rekið úr starfi um leið og málið komst upp og er farið af landi brott. „Um leið og þetta komst í loftið þá voru þau bara farin. Ég held að það sé öllum sama þó að fólk sé að gera svona heima hjá sér og pósta á netið, en þegar það sést nákvæmlega hvar þetta er tekið og þau eru bara að mynda um allt hótel, gangandi nakin um gangana, svo er það eldhúsið og pool-borðið. Viðbrögð hótelstjórans sýndu að hann samþykkir ekki svona athæfi starfsmanna.“

Í samtali við DV segir Hákon Guðröðarson að myndbandið sé ekki lengur til. „Þetta myndband var fjarlægt, þetta fólk var rekið og þetta mál er búið. Okkur finnst þetta mál mjög miður.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“