Fimmtudagur 12.desember 2019
Fréttir

Íslenskur lögreglumaður tjáir sig um aðferðir Duterte – Fimm ára barn myrt í fíkniefnarassíu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 16. júlí 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ályktun Íslands í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna þess efnis að úttekt þurfi að gera á ástandi mannréttindamála á Filippseyjum hefur vakið heimsathygli og deilur jafn innanlands sem utan. Nýlega gagnrýndi Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra, harðlega vegna málsins og sagði hann taka málstað eiturlyfjabaróna.

Gífurlega harka hjá Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, í stríðinu gegn fíkniefnum, mælist misjafnlega fyrir. Á meðan sumir fagna því að gengið sé milli bols og höfuðs á fíkniefnabarónum benda aðrir á að saklausir falli í þessu stríði og mannréttindi séu fótum troðin á Filipsseyjum.

Meðal þeirra er íslenskur lögreglumaður, Birgir Guðjónsson – Biggi lögga – sem kynnt hefur sér náið feril filippeyska forsetans. Í fyrradag skrifaði Birgir langa grein um Duterte á Facebook-síðu sína og segir það meðal annars af einstaklega ruddalegri lögregluaðgerð sem leiddi til dauða manns, sem lítið eða ekkert hafði til saka unnið, og fimm ára barns hans:

„Sagan gerist í lítilli tveggja herbergja íbúð í Pasay borg eld snemma að morgni sunnudags rétt fyrir jól. Domingo, 44 ára fjölskyldufaðir er kominn á fætur en Elizabeth, ólétt eiginkona hans, er enn sofandi ásamt börnunum þeirra þremur. Francis sem er fimm ára, Juliebeth sem er níu og svo hinni átján mánaða Eriku. Þau sofa öll saman á teppi á viðargólfinu. Þau hafa mjög lítið milli handanna en Domingo hjólar á reiðhjóla-taxa sem tekur tvo farþega og þannig reynir hann að hafa í fjölskyldu sína og á. Vinnudagarnir eru mjög langir og vinnan erfið. Þegar þau voru í hvað verstu málum hafði hann tekið upp á því að reykja shabu. Það var fyrir hann eins og hundrað kaffibollar og þannig gat hann unnið hraðar og meira. Shabu er stundum kallað kókaín fátæka mannsins. Margir í hans vinnu notuðu efnið. Eftir að Duterte tók við sem forseti þá hækkaði verðið á shabu að vísu mjög mikið. Hann hafði samt efni á litlum skammti. Síðustu vikur hafði hann ekki þorað að reykja þar sem hann hafði heyrt af því að dílerinn hans hafði selt löggunni listann af kaupendum. Í kjölfarið hafði Domingo farið á lögreglustöðina og skrifað undir hina svokölluðu „uppgjafabók“ sem fíkniefnaneytendum gafst kostur á að kvitta í. Gerðu þeir það í þeirri von um að sleppa við refsingu og vera frekar boðin aðstoð.

Þennan morgun sat Domingo inni í íbúðinni þegar hann heyrir eitthvað þrusk. Svo er barið að dyrum. Hann spyr hver sé þar en enginn svarar. Síðan koma tveir skotkvellir. Annað skotið fer rétt framhjá honum en hitt hæfir hann beint í andlitið. Elizabeth vaknar og sér þá hvar Domingo liggur blóðugur ofan á átján mánaða dótur þeirra. Hún ýtir honum af og afmótað andlitið á látnum eiginmanni hennar blasir við og dóttir þeirra er útötuð í blóði og vessum af föður sínum. Elizabeth lítur yfir herbergið og sér þá að Francis, fimm ára sonur hennar, liggur líka hreyfingalaus. Fyrra skotið hafi hæft hann í höfuðið. Hann var enn á lífi en lést nokkrum mínútum seinna seinna.

Á myndinni sem fylgir sjáið þið Elizabeth ásamt Eriku litlu við hliðina á kistunum þeirra feðga Domingos og Francis. Nú eru þeir tvær tölur í plús í stríðinu hans Duterte gegn fíkniefnum. Stríðinu sem Ísland hefur fengið samþykkt að verði rannsakað formlega. Stríðinu sem sumir Íslendingar styðja samt enn.“

Duterte segist sjálfur hafa drepið fólk

Birgir minnir á að Duterte segist sjálfur hafa drepið fólk með eigin höndum og að eigin sögn framdi hann fyrsta morðið 17 ára gamall. Birgir segir:

„Hann virðist í dag ekkert annað en morðóður og hann réttlætir það með því að hann segist ekki drepa neinn sem sé saklaus. Þar komum við að kjarnanum. Því sem er svo hættulegt. Hann er búinn að afmennska fíkniefnaneytendur. Fyrir honum eru þeir ekki fólk. Hann hefur meðal annars líkt þeim við skordýr. Kakkalakka. Í Filipseyjum eru sérstakar drápsveitir sem fara um og taka þá sem taldir eru fíkniefnaneytendur af lífi. Þeir eru hvergi óhultir. Ekki frekar en þeir sem gagnrýna þessi vinnubrögð. Við höfum séð þessi vinnubrögð áður. Sá sem fór þá fremstur hét Adolf Hitler.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Talsverðar líkur á rafmagnstruflunum í dag – Rafmagnslaust á Dalvík síðan í morgun

Talsverðar líkur á rafmagnstruflunum í dag – Rafmagnslaust á Dalvík síðan í morgun
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Einn mesti vindhraði sem mælst hefur á Íslandi – Sjáðu ótrúlegt kort Veðurstofunnar

Einn mesti vindhraði sem mælst hefur á Íslandi – Sjáðu ótrúlegt kort Veðurstofunnar
Fréttir
Í gær

Hvað gerist á morgun og næstu daga? Áfram óveður eða gengur þetta niður?

Hvað gerist á morgun og næstu daga? Áfram óveður eða gengur þetta niður?
Fréttir
Í gær

Systir hennar pyntuð grimmilega í Sádi-Arabíu fyrir að aka bíl

Systir hennar pyntuð grimmilega í Sádi-Arabíu fyrir að aka bíl