fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Bjarni segist sitja ólaunaður í bankaráði AIIB: „Það vantar bara að menn segist hafa um það rökstuddan grun“

Karl Garðarsson
Mánudaginn 15. júlí 2019 12:44

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að seta hans í bankaráði AIIB bankans, sem sér um innviðafjárfestingu í mörgum löndum, sé fullkomlega eðlileg. Yfirlýsing hans kemur í kjölfar fyrirspurnar Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, til fjárlaganefndar, þar sem hann óskaði svara um þessi mál, meðal annars með vísan í siðareglur ráðherra. Björn spurði meðal annars hvort um væri að ræða launað starf og eins hvernig varaformennska í bankaráðinu færi saman við starf Bjarna sem ráðherra.

Orðrétt segir Bjarni í yfirlýsingu á Facebook: „Fjármála- og efnahagsráðherra Íslands situr (ólaunað) í bankaráði AIIB bankans með fulltrúum annarra 78 (fullgildra)aðildarríkja þessa innviðafjárfestingabanka. Í síðustu viku skipti bankaráðið með sér verkum. Það kom í hlut Íslands og þar með minn að gegna varaformennsku.‬
Það er með miklum ólíkindum að sjá vangaveltur um brot á siðareglum ráðherra af þessu tilefni. Það vantar bara að menn segist hafa um það rökstuddan grun“

Ísland var meðal 57 stofnenda AIIB bankans, ásamt öllum Norðurlöndunum, en eftir ársfundinn í liðinni viku eru meðlimir orðnir 100. Hlutafé bankans er 100 milljarðar bandaríkjadala. Ísland er í kjördæmi með Bretlandi, Danmörku, Noregi, Póllandi, Rúmeníu, Sviss, Svíþjóð og Ungverjalandi. Löndin deila saman stjórnarmanni í bankanum, sem nú er frá Bretlandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Líkt og 6,7 milljónir bíla væru teknir úr umferð í heilt ár 

Líkt og 6,7 milljónir bíla væru teknir úr umferð í heilt ár 
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Stefán undrast stríðsæsing í tali íslenskra ráðamanna – „Mér finnst tónninn í þessari skýrslu vera afskaplega furðulegur“

Stefán undrast stríðsæsing í tali íslenskra ráðamanna – „Mér finnst tónninn í þessari skýrslu vera afskaplega furðulegur“
Fréttir
Í gær

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“
Fréttir
Í gær

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Söng lag Britney af innlifun undir stýri og velti bílnum um leið

Söng lag Britney af innlifun undir stýri og velti bílnum um leið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólína verulega ósátt við athugasemdir frá Akureyri – „Það vekur furðu að verða vitni að annarri eins þröngsýni“

Ólína verulega ósátt við athugasemdir frá Akureyri – „Það vekur furðu að verða vitni að annarri eins þröngsýni“