fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 15. júlí 2019 19:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt upplýsingum frá Ásgeiri Bachman, framkvæmdastjóra Bauhaus, er mál sem varðar stórfelldan þjófnað úr versluninni komið til ákæruvalds. Þetta var staðfest í Fréttablaðinu í síðustu viku. Talið er að gerendurnir í málinu séu tveir en þó hefur fjöldi þeirra ekki fengist staðfestur.

DV hafði samband við Kolbrúnu Benediktsdóttur héraðssaksóknara sem sagði að mjög ólíklegt væri að málið kæmi inn á borð embættisins þar sem ákæruvaldið í svona málum sé hjá lögreglu. Það þýðir að málið er á borði ákærusviðs lögreglu.

Athygli vekur að lögregla hefur enn engar upplýsingar gefið um málið og ekki nefnt Bauhaus á nafn í rýrum svörum sínum við fyrirspurnum fjölmiðla. Vísbendingar tóku að berast til fjölmiðla um málið í vetur en erfiðlega gekk að fá þær staðfestar hjá Bauhaus og lögreglu.

Þann tíunda apríl barst þetta svar frá Gunnari Rúnari Sveinbjörnssyni, kynningarfulltrúa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, við fyrirspurn DV um málið:

„Embættið getur staðfest að til meðferðar er þjófnaðarmál er varðar byggingavöruverslun í umdæminu. Ekki er unnt að veita upplýsingar um rannsóknina aðrar en þær að hún stendur enn yfir.“

Núna, ríflega þremur mánuðum síðar, þegar rannsókn virðist lokið samkvæmt orðum framkvæmdastjóra Bauhaus, er enn engar frekari upplýsingar frá lögreglu að hafa um málið. Er DV hafði samband við Gunnar Rúnar í síðustu viku var hann í sumarleyfi og vísaði á Stellu Mjöll Arnardóttur, lögreglufulltrúa hjá lögreglustöðuni á Vínlandsheiði. DV hafði samband við hana, hún vísaði á Kristján Ólaf Guðnason yfirlögregluþjón. Hann tjáði DV að málið væri komið inn á borð ákærusviðs og sagði að leita þyrfti upplýsinga þar.

Ekki hefur tekist að ná sambandi við ákærusvið lögreglunnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þjónustufulltrúar sem verða fyrir svörum biðja um að erindið sé reifað, fá uppgefið símanúmer og netfang, og koma fyrirspurnum á framfæri. Engin svör berast hins vegar frá ákærusviðinu.

Bauhaus-málið mun vera mjög umfangsmikið brotamál og snúast um þjófnað og samstarf um þjófnað á vörum að verðmæti margar milljónir króna. Rannsókn málsins hefur staðið yfir í allan vetur og nú er komið að ákæru. Enn hefur lögreglan í Reykjavík ekkert að segja við fjölmiðla um málið. Þögn lögreglunnar er æpandi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Í gær

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Í gær

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi