fbpx
Fimmtudagur 04.júní 2020
Fréttir

Leitaði að íslenskri konu fyrir dularfulla trúarathöfn: Viðbrögðin voru hræðileg

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 11. júlí 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona að nafni Beth Naylor setti inn ansi óvenjulega auglýsingu inn á Facebook-hópinn „Gefins, allt gefins !“ í gær.

Í færslunni sinni útskýrir hún að hún sé að leita að konu í starf. Starfið er vel launað og felst í því að sitja í heilan dag sem gyðja í Indlandi. Í samtali við DV segist hún vera afar ósátt við viðbrögð Íslendinga.

Skilyrðin sem konan þarf að upplifa eru þó heldur einkennileg. Hún þarf að vera yfir 190 sentimetrar á hæð. Síðan má hún ekki hafa nein húðflúr, aldrei hafa farið í skurðaðgerð auk þess sem hún má aldrei hafa verið bitin af sporðdreka, snák eða hundi.

Beth segist hafa leitað til Íslands þar sem hún trúir ekki að svona kona finnist í Bretlandi.

Færslan sem Beth Naylor deildi í Facebook-hópinn

 

Hér má lesa þýðingu á færslunni sem Beth deildi í hópinn.

Hæ, í fyrsta lagi þá þykir mér leitt ef þetta er ekki leyft hér. Mér hefur verið boðinn mikill peningur ef ég get fundið einhverja í þetta starf og ég held að svona kona finnist ekki í Bretlandi… svo ég hugsaði um Ísland og þetta er eina Facebook síðan sem ég er ennþá meðlimur í!!

Ef einhver þekkir konu sem er yfir 190 cm á hæð, sem er ekki með nein húðflúr og hefur aldrei farið í skurðaðgerð, eða verið bitin af sporðdreka, snák eða hundi…….

Vinsamlegast komið ykkur í samband við mig! Eins klikkað og það hljómar þá gæti þetta verið alveg ótrúlega arðbært fyrir þig, og engra sérstakra hæfileika er þörf. Allt sem þú þarft að gera er að mæta og sitja í heilan dag og láta koma fram við þig eins og gyðju.

Varðandi laun, við erum að tala um 5 stafa tölu, fyrir dagsvinnu. Ég fæ líka mikið borgað ef ég finn réttu konuna sem er ástæðan fyrir því að ég hef helgað mér kvöldið í kvöld í að reyna að finna einhverja. Þú færð að eiga allt gull skartið sem þú klæðist á meðan þú ert í hlutverki gyðjunnar

(Plús frí flug til Indlands, og kennslustund um trúarbrögð býst ég við?!)

Því miður þá eru þeir ekki að fara að samþykkja neina sem er undir 190 cm, treystið mér, ég er búinn að spyrja…“

Uppskar rasisma og kvenhatur

Eftir að Beth Naylor setti færsluna á Facebook-hópinn fór hún að fá afar leiðinleg skilaboð frá Íslendingum sem hún segir í samtali við DV hafi einkennst af rasisma og kvenhatur í garð hennar.

„Þetta er skrýtinn helgisiður og ég skil það fullkomlega af hverju fólk er tortryggið en ég fékk sendar alveg hræðilegar svívirðingar sem innihéldu rasisma og kvenhatur. Bara fyrir að að lýsa hlutunum eins og mér var sagt að gera það.“

Beth segir að eftir þetta hafi hún séð mjög ljóta afstöðu Íslendinga í garð annarra menningarheima.

„Fjöldi Íslendinga sýndu mjög hræðilega afstöðu sína í garð Indverja og Hindú menningar. Ein manneskja gekk jafnvel svo langt að segja að ef ég væri í sambandi með Indverja þá þyrfti ég að spyrja hann um leyfi því hann væri yfir mér.“

Hún hafði ferðast um Ísland þegar hún var yngri og hafði ekki hugmynd um að Íslendingar gætu verið svona orðljótir.

„Ég er í uppnámi, því fram að þessu hafði ég bara átt góðar minningar frá Íslandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Alblóðugur maður handtekinn í Hlíðahverfi – „Maðurinn er veikur, þetta er bara harmleikur“

Alblóðugur maður handtekinn í Hlíðahverfi – „Maðurinn er veikur, þetta er bara harmleikur“
Fréttir
Í gær

Aukinn áhugi á kennaranámi eftir COVID-19

Aukinn áhugi á kennaranámi eftir COVID-19
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alvarlegt brot RÚV á lögum – Þættir um ofbeldi, kynlíf og eiturlyf aðgengilegir börnum

Alvarlegt brot RÚV á lögum – Þættir um ofbeldi, kynlíf og eiturlyf aðgengilegir börnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lést í Sundhöll Selfoss í dag

Lést í Sundhöll Selfoss í dag
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögregluþjónar frelsissviptir í Hafnarfirði – Tveir handteknir vegna málsins

Lögregluþjónar frelsissviptir í Hafnarfirði – Tveir handteknir vegna málsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig lýsir rasisma í Bandaríkjunum – „Ég fór að grenja og ég öskraði á sjónvarpið: Ég drep ykkur“

Sólveig lýsir rasisma í Bandaríkjunum – „Ég fór að grenja og ég öskraði á sjónvarpið: Ég drep ykkur“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sif kemur Frosta til varnar – „Ekki er allt sem sýnist“

Sif kemur Frosta til varnar – „Ekki er allt sem sýnist“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Mjög mikið að gera hjá lögreglunni

Mjög mikið að gera hjá lögreglunni