fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Sonur hans tók 100 smálán á einu ári: Sjáðu hvað fyrirtækin heimtuðu í vexti

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 19. júní 2019 13:30

Myndin er úr safni og tengist frétt ekki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neytendasamtökin telja vexti smálána ólögmæta og hvetja lántakendur til að krefjast endurgreiðslu ólögmætra vaxta sem þeir hafi greitt. Mörg dæmi séu um að félagsmenn leiti til samtakanna vegna slíkra lána og jafnvel þekkt að menn hafi misst aleigu sína og heimili eftir að ólöglega háar upphæðir hafi verið teknar af bankareikningi þeirra. Þetta kemur fram á vefsíðu samtakanna. Þar er greint frá máli eins félagsmanns sem var djúpt sokkinn í vítahring smálánanna.

Félagsmaður Neytendasamtakanna leitaði aðstoðar fyrir hönd sonar síns sem er fastur í vítahring smálána. Hann sýndi samtökunum yfirlit yfir lánin og vextina sem voru rukkaðir af þeim.

Sonurinn hafði á rúmu ári tekið rúmlega 1,9 milljónir í lán frá smálánafyrirtækjum. Bak við þá upphæð liggja um 100 smálán og mörg þeirra voru tekin aðeins til að greiða upp fyrri lán. Lánin voru öll veitt til skamms tíma, eða 15-30 daga. Af þessum lánum kröfðust smálánafyrirtækin um 525 þúsund króna í vexti.

„Útreikningur Neytendasamtakanna sýna að samkvæmt lögum hefði smálánafyrirtækin í mesta lagi mátt innheimta 60 þúsund króna í vexti.  Vextir smálánafyrirtækjanna voru frá 1.500% til 3.000% á ársgrundvelli, en hámark leyfilegra vaxta samkvæmt lögum er 50% auk Seðlabankavaxta.“

Þar með hafði sonurinn greitt 425 þúsund krónur um fram löglegt hámark vaxta. Neytendasamtökin eru nú að aðstoða feðgana við að endurheimta þá upphæð.

Neytendasamtökin hvetja alla þá sem hafa tekið smálán að krefjast þess að fá yfirlit um lánsupphæði,  lánstíma og þá fjárhæð sem þeir hafa greitt.

„Það er mat Neytendasamtakanna að ekki megi innheimta kröfur sem bera ólöglega vexti og munu samtökin halda áfram að berjast fyrir félagsmenn sína til að ná fram rétti sínum.“

Neytendasamtökin hvetja önnur fyrirtæki til að aðstoða smálánafyrirtækin ekki með neinu móti. Hvorki með því að selja þeim auglýsingar, sinna greiðslumiðlun, innheimtu eða á nokkurn annan hátt sem geti styrkt rekstur þeirra.

„Það er einungis með aðstoð eða andvaraleysi venjulegra fyrirtækja sem þessi starfsemi þrífst.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum