fbpx
Fimmtudagur 24.október 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Eplin falla við eikurnar

Fréttir

Hildur opnar sig um dóminn: „Þegar ég er beygð eða brotin, þá eru það konurnar sem elska mig sem koma hlaupandi“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 19. júní 2019 09:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í gær komst einhver karldómari við héraðsdóm Reykjavíkur að þeirri niðurstöðu að fjögurra ára gömul tjáning mín á Facebook (sem hann vill meina að hafi fjallað um tvo grunaða kynferðisofbeldismenn) skyldi teljast dauð og ómerk.“

Þetta segir Hildur Lilliendahl Viggósdóttir í færslu sem hún birti á Facebook í nótt. Þar tjáir hún sig meðal annars um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í gær, en eins og greint var frá var Hildur dæmd til greiðslu miskabóta vegna ummæla á samfélagsmiðlum um tvo menn sem tengda meintu nauðgunarmáli í Hlíðahverfi haustið 2015. Hildur var dæmd til að greiða hvorum manni 150 þúsund krónur.

Sjá einnig: Hildur og Oddný þurfa að borga

„Jafnframt ákvað hann að ég skyldi greiða hvorum þessara manna fyrir sig 150.000 krónur fyrir einhvern miska og ofan á það skyldi ég greiða 600.000 krónur í málskostnað í ríkissjóð. Stefnendur fengu gjafsókn og ríkissjóður greiðir þeirra verjanda jafnmargar krónur, eða 600.000. Svo á ég líka, held ég, að greiða dráttarvexti yfir tveggja og hálfs árs tímabil, frá því að mér var hótað stefnu og þar til mér var stefnt. Forsendur þessa alls eru mjög furðulegar og ég er frekar ringluð. Ég er rétt að byrja að melta þetta allt saman og veit ekki alveg hvernig mér líður. Allavega á ég að borga einhverju fólki milljón fyrir eitthvað sem ég skil ekki alveg.“

Í færslunni skrifar Hildur um dóminn og þakkar þeim konum sem staðið hafa við bak hennar, en í dag, 19. júní, er kvenréttindadagurinn.

„Hvað sem því líður er ég aðallega að hugsa um konur í dag. Mér finnst ég hafa verið dæmd fyrir að standa með konum. Og í dag er 19. júní, dagur sem er mér svo kær, og ég get ekki hætt að hugsa um konurnar sem hafa staðið með mér í öllu sem ég hef gert og ég hef stundum ekki skilið eða kunnað almennilega að meta,“ segir Hildur sem bætir við að hún hafi alltaf þurft á stuðningi kvenna að halda. Hún segist ávallt hafa haft hann en ekki alltaf skilið merkingu hans.

„Auðvitað er fullt af körlum í lífi mínu sem eru mér ómetanlegir en (og þetta er stórt en) þegar ég er beygluð eða beygð eða brotin, þá eru það konurnar sem elska mig sem koma hlaupandi. Þær hringja í mig, þær senda mér hjörtu, þær krefja mig svara um hvernig mér líði, þær bjóða mér heim til sín, þær sækja mig á bílunum sínum, þær skipa mér að anda djúpt og þær eru óþreytandi við að minna mig á að ég er eitthvað meira og betra og mikilvægara en það sem feðraveldið segir að ég sé. Þær mæta með cava eða fallegan kjól heim til mín, þær dansa með mér á brjóstahaldaranum, þær faðma mig fastast þegar ég þarf að öskurgráta, þær segja mér hvaða bækur ég á að vera að lesa, þær segja mér að taka mér veikindaleyfi, þær ráðleggja mér um kvíðalyf, þær ferðast með mér, þær grípa mig, þær eru stóískar og rólegar þegar ég er tryllt af kvíða, þær berjast aktíft fyrir mannorði mínu (!!), þær fokking passa upp á mig.“

Hildur segist lengi vel ekki hafa trúað á kvennasamstöðu, eða í það minnsta ekki skilið þýðingu hennar.

„Ég trúði bara á femínistasamstöðu. Karlar, konur, non binary fólk, skipti engu. Það eina sem ég trúði á var samstaða feminískt þenkjandi fólks. Og auðvitað trúi ég á þá samstöðu ennþá og mun vonandi alltaf gera en það sem ég er að fatta í seinni tíð er hvað konurnar í lífi mínu hafa kennt mér mikið, staðið fast með mér og breytt miklu fyrir mig í öllu sem hefur gengið á undanfarin ár. Og ég er svo ólýsanlega þakklát fyrir það. Þið vitið vonandi hverjar þið eruð og hvað þið hafið gert. Þið hafið skipt mig svo miklu máli, bæði í gegnum tíðina og í gegnum þetta tiltekna mál sem er í gangi núna,“ segir Hildur sem endar færsluna á þessum orðum: „Konur eru það allra allra besta sem ég veit. Til hamingju með daginn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Stöðvaður með kannabis á Keflavíkurflugvelli: Var á leiðinni úr landi

Stöðvaður með kannabis á Keflavíkurflugvelli: Var á leiðinni úr landi
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ráðist á Íslendinga í Brighton – „Þetta var viðurstyggileg árás“

Ráðist á Íslendinga í Brighton – „Þetta var viðurstyggileg árás“
Fréttir
Í gær

Erlingi brugðið: Sakar samkeppnisaðila um klækjabrögð – Búnaður rifinn niður og þræðir slitnir í sundur

Erlingi brugðið: Sakar samkeppnisaðila um klækjabrögð – Búnaður rifinn niður og þræðir slitnir í sundur
Fréttir
Í gær

Atli Rafn freistar þess að fá að vita hverjar sökuðu hann um kynferðislega áreitni

Atli Rafn freistar þess að fá að vita hverjar sökuðu hann um kynferðislega áreitni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur B. borgarstjóri minnist Jónu Halldóru – „Engilinn á hjólinu“

Dagur B. borgarstjóri minnist Jónu Halldóru – „Engilinn á hjólinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nef- og höfuðkúpubrotinn eftir reiðhjólaslys

Nef- og höfuðkúpubrotinn eftir reiðhjólaslys