fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Segir Bjarna hafa lítillækkað Katrínu: „Nú opinberaði hann yfirburði sína yfir Katrínu “

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. júní 2019 09:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Bjarni Benediktsson hefur fyrir löngu fellt grímuna. Hann þarf hana ekki. Í íslenskum stjórnmálum er ekkert, alls ekkert, sem stoppar Bjarna eða vilja hans.“

Þetta segir Sigurjón M. Egilsson, ritstjóri Miðjunnar og fréttastjóri til margra ára, í pistli á vef sínum. Þar gerir hann upp atburðarásina á Alþingi að umtalsefni. Ekki hefur náðst samkomulag um þinglok en í frétt RÚV í gærkvöldi var greint frá því að ein ástæða þess væri sú að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefði hafnað samkomulagi sem átti að gera við Miðflokkinn.

Sigurjón M. Egilsson

Sigurjón, sem stýrði stjórnmálaþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í mörg ár, er býsna harðorður í garð Bjarna í pistli sínum.

„Bjarni hætti að pukrast með hagsmunagæsluna þegar hann setti Kristján Þór í stól sjávarútvegsráðherra, fyrrverandi formann Samherja. Stærstu útgerðar landsins. Síðan hafa veiðigjöld verið lækkuð svo um munar. Allt gengur upp hjá Bjarna,“ segir hann og bætir við:

„Katrín Jakobsdóttir er eitt fórnarlamba Bjarna. Katrín varði löngum tíma í samningaviðræður við Sigmund Davíð um þinglok. Bjarni hélt sig fjarri en sendi Birgi Ármannsson á þá fundi sem Bjarna var ætlað að sitja.

Katrín náði samkomulagi við Sigmund Davíð um framhaldið á Alþingi. Bjarni beitti fjarstýringunni á Katrínu og Alþingi allt. Hann sagði bara nei, Og sú er staðan. Bjarni opinberar það sem hann vill. Nú opinberaði hann yfirburði sína yfir Katrínu og öllum öðrum í þinghúsinu. Það er bara einn aðal. Það er bara einn Bjarni Benediktsson.“

Sigurjón segir að flestir Íslendingar hafi gert sér vonir um Katrínu, sem hafi lengi vel verið vinsælust íslenskra stjórnmálamanna – vonir sem ekki hafi ræst. „Bjarni gerði sér aðrar vonir um Katrínu, vonir sem hafa allar ræst. Og Bjarni fagnar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv