fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Háskólinn segir ofsagt að Helgi hafi verið rekinn: „Endanleg ákvörðun liggur ekki fyrir“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 13. júní 2019 15:13

Helgi Áss.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Málið varðar umsókn einstaklings sem gegnt hefur tímabundinni stöðu við skólann um ótímabundna ráðningu. Umsókn þar að lútandi er í viðeigandi ferli innan skólans en endanleg ákvörðun liggur ekki fyrir. Að öðru leyti tjáir háskólinn sig ekki um málefni einstakra starfsmanna en vísar í reglur Háskóla Íslands um framgang og ótímabundnar ráðningar akademískra starfsmanna,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor háskóla Íslands um meintan brottrekstur Helga Áss Grétarssonar, dósents við lagadeild HÍ (og skákmanns).

Eins og komið hefur fram í frétt DV og á öðrum miðlum telur Helgi að sér hafi verið sagt upp störfum á grunni þess að hann sinni rannsóknum og ritsmíðum ekki nægilega vel. Samkvæmt rektori er málið þó engan veginn útkljáð heldur er um að ræða bráðabirgðaniðurstöðu sem Helgi hefur andmælarétt við.

Um starfslok sín skrifaði Helgi eftirfarandi pistil:

STARFSLOK

Fyrirsjáanlegt er að ég mun láta af störfum sem dósent við lagadeild Háskóla Íslands hinn 30. júní næstkomandi. Þessi starfslok eiga sér sinn aðdraganda og munu sjálfsagt eiga sín eftirmál. Síðar verður frekari ljósi varpað á þau málefni. Hins vegar á þessu stigi málsins vil ég þakka öllum sem ég hef átt samstarf við á vettvangi háskólasamfélagsins undanfarin 13 ár og sérstaklega er mér hlýtt til allra þeirra sem sinntu námi undir minni leiðsögn. Háskólakennsla getur verið gefandi starf og kennsluhættir í laganámi eiga að vera lifandi og fjölbreyttir. Vonandi eru sem flestir nemendur ánægðir með mig sem kennara. Ég hlakka til að nýta þá reynslu sem ég hef öðlast við Háskóla Íslands í þeim verkefnum sem ég hyggst taka að mér á næstu misserum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Í gær

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Í gær

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi
Fréttir
Í gær

Opnað fyrir tilnefningar vegna Viðurkenningarhátíðar FKA 2026

Opnað fyrir tilnefningar vegna Viðurkenningarhátíðar FKA 2026
Fréttir
Í gær

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið