fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Fréttir

Eliza hvetur fólk til að gerast Ljósavinir – „Það er áfall að greinast með krabbamein“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 9. maí 2019 15:30

Erna magnúsdóttir stofnandi Ljóssins og Eliza Reid forsetafrú.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljósið ýtti í gær nýrri herferð sinni formlega úr vör, en markmiðið er að að vekja athygli á starfi Ljóssins og safna fleiri mánaðarlegum styrktaraðilum, svonefndum Ljósavinum, sem með framlagi sínu styðja við starf Ljóssins.
„Það er ekkert í lífinu sem býr þig undir það að greinast með krabbamein. Ljósið veitir hins vegar von,“ segir Erna Magnúsdóttir, stofnandi og forstöðumaður Ljóssins.
 
Fullt var út úr dyrum í húsnæði Ljóssins á Langholsvegi 33 í Reykjavík og fór aðsóknin fram úr væntingum að sögn Sólveigar Kolbrúnu Pálsdóttur, markaðs-og kynningarstjóra Ljóssins.
 
„Við erum virkilega stolt af því að Eliza Reid forsetafrú hafi hrint herferðinni úr vör.“
 
Forsetafrúin hélt einlæga ræðu um starf Ljóssins, þar sem hún hvatti fólk jafnframt til að gerast Ljósavinir. „Það er áfall að greinast með krabbamein og það má örugglega fullyrða að allir þekkja einhver sem hefur greinst með sjúkdóminn sem snertir ekki bara þann sem greinist heldur hafa veikindin áhrif á alla fjölskylduna. Lífið breytist og dagleg rútína raskast, við slíkar aðstæður er nauðsynlegt að eiga skjól. Þar hefur Ljósið hjálpar ótrúlega mörgum
 
Myndband herferðarinnar var einnig frumsýnt, en það má sjá hér fyrir neðan, auk mynda sem Ragnar Th Sigurðsson tók.
 
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn
Fréttir
Í gær

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði