fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Björk hefur ekki þénað krónu síðustu 20 ár: „Heppin að geta keypt hús“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 9. maí 2019 15:25

Björk Guðmundsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er heppin því ég er af þeirri kynslóð sem gat keypt hús handa sjálfri mér, því ég seldi geisladiska á tíunda áratugnum.“ Þetta segir tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir í ítarlegu viðtali við The New York Times.

Þar ræðir hún tónleika hennar í New York, Conucopia, ásamt öðru. Athygli vekur þó að Björk, sem löngum verið talin merkasti listamaður Íslands, segist ekki hafa þénað krónu síðustu tuttugu ár. „Ég á nokkur hús og bústað upp í fjöllum. Ég hef það allt í lagi. En ég hef sennilega ekki þénað krónu síðustu, ég veit ekki, tuttugu ár. Það fer allt aftur í vinnuna mína og mér líkar það,“ segir Björk.

Hún segir sömuleiðis að henni hafi einungis einu sinni á ævinni liðið líkt og stórstjörnu. Það var þegar hún bjó í London á tíunda áratugnum. „Mér var boðið í öll heitustu partýin. Ég gerði það bara og hafði gaman af. Síðan vaknaði ég einn morgun og hugsaði: „Jæja, núna er ég hætt þessu. Tónlistin í þessum partýum er hræðileg og samtölin eru hræðileg. Ég er búin með þetta.““

Síðar í viðtalinu segist Björk hafa fest rætur á Íslandi undanfarið ár. Hún segist hamingjusöm og ástfangin. Blaðamaður New York Times spurði Björk svo í tölvupósti hvort ætti við rómantíska ást eða ást á verkefninu. „Mögulega allt ofan talið,“ svaraði Björk sposk.

Viðtalið ítarlega við Björk má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“
Fréttir
Í gær

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus
Fréttir
Í gær

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“
Fréttir
Í gær

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Í gær

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný