fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Guðmundur Ingi: „Skelfilegt þegar maður er kominn í 20 töflur á dag“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. maí 2019 08:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef fólk er á biðlista í heilt ár og gleypir þúsundir verkjataflna er það grafalvarlegt mál. Þá er verið að búa til lyfjafíkla.“

Þetta sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. Guðmundur beindi fyrirspurn sinni til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og spurði meðal annars út í lyfjagjöf hjá þeim sem þurfa að vera á biðlistum svo mánuðum skiptir.

Gleypa þúsundir verkjataflna

„Í fréttum í síðastliðnum mánuði kemur fram að 1.000 manns eru enn á biðlista eftir bæklunaraðgerðum. Þegar fólk hefur verið á biðlista eftir bæklunaraðgerðum í þrjá mánuði á það að hringja viðvörunarbjöllum. Þegar fólk hefur verið á biðlista í sex mánuði eru hlutirnir farnir að vera slæmir. Þegar fólk hefur verið á biðlista í níu mánuði þá eru orðnar 90% líkur á því viðkomandi muni aldrei fara í vinnu aftur. Ef fólk er á biðlista í heilt ár og gleypir þúsundir verkjataflna er það grafalvarlegt mál. Þá er verið að búa til lyfjafíkla,“ sagði Guðmundur Ingi sem sagðist þekkja þetta af eigin reynslu.

„Ég er ekki að fara með neitt fleipur vegna þess að ég þekki það af eigin reynslu. Það er skelfilegt þegar maður er kominn í 20 töflur á dag og töflur við aukaverkunum af töflum. Það er eitthvað að kerfi sem gerir svona hluti. Við erum á sama tíma að reyna að endurhæfa og búa til samráðshópa um endurhæfingu öryrkja. En ríkið er að framleiða lyfjafíkla. Ríkið er að framleiða öryrkja, fullvinnandi fólk sem kvartar undan því að það fái ekki aðgerðir, liðskiptaaðgerðir, augnsteinaaðgerðir, alls konar aðgerðir, sem það er á biðlista eftir. Það er grafalvarlegt mál,“ sagði Guðmundur sem bætti svo við:

„Ég vil spyrja viðkomandi ráðherra: Hvað margir — og er fylgst með því hvernig lyfjagjöf er hjá þeim sem eru á biðlista í þrjá mánuði, sex mánuði, ár, tvö ár, þrjú ár? Er einhver forgangsröðun? Er verið að fylgjast með því hverjir eru í bráðri þörf fyrir aðgerðir? Síðan er hitt. Hversu margir missa vinnu og detta út af vinnumarkaði vegna þess að þeir fá ekki þær aðgerðir sem þeir þurfa í tíma? Eru engar skrár um það? Er ekkert fylgst með því?“


Áhyggjuefni hvað fjölgar á biðlistum


Svandís þakkaði Guðmundi fyrir fyrirspurnina og benti á að um síðustu áramót hafi lokið þriggja ára verkefni sem hefur gengið undir heitinu Biðlistaátak. Sagðist Svandís hafa óskað eftir því við embætti landlæknis að gerð yrði úttekt á því hver sá árangur er sem náðst hefur á þessum tíma. Það væri mikilvægt svo hægt væri að bregðast við með réttum hætti og greina hvar flöskuhálsarnir eru í kerfinu ef þeir eru til staðar.

„En það er þó þannig að náðst hefur verulegur árangur, bæði að því er varðar mjaðmaskipti og hnéskipti. Fyrir átakið var verið að gera 480 mjaðmaskiptaaðgerðir á ári en á lokaári átaksins var sú tala komin upp í 750 aðgerðir. Hvað varðar hnéskipti vorum við að tala um ríflega 300 á ári sem fóru síðan upp í um 700 aðgerðir á ári. Árangurinn er því umtalsverður,“ sagði Svandís og bætti við að markmiðið væri að enginn þyrfti að bíða lengur en í 90 daga.

„Við setjum okkur það markmið á fjármálaáætlun, þ.e. fimm ára áætlun. Áður en átakið hófst biðu 20% í þrjá mánuði eða skemur eftir nýrri mjöðm. Núna bíða 35% í þrjá mánuði eða skemur. Hvað varðar hné voru það 12% en eru núna 30%. Það er að nást verulegur árangur. Hins vegar er mikið áhyggjuefni hvað fjölgar mikið á biðlistunum. Það er augljóst að það verður að ná betur utan um biðlista í liðskiptum þannig að við höfum heildaryfirsýn yfir það hversu margir eru þar, hversu lengi þeir hafa þurft að bíða og hverjar ástæðurnar eru fyrir því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald
Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna
Fréttir
Í gær

Segir nauðsynlegt að takmarka Airbnb og setja á leigubremsu

Segir nauðsynlegt að takmarka Airbnb og setja á leigubremsu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Prís alltaf verið með lægsta verðið

Prís alltaf verið með lægsta verðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness