fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Stóra mottumálið í IKEA endaði vel: „IKEA á hrós skilið fyrir að redda þessu. Þetta var vel gert hjá þeim“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 3. maí 2019 15:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt er gott sem endar vel, segir málshátturinn og hann reyndist sannur í dag fyrir vonsvikinn viðskiptavin IKEA sem þurfti að snúa tómhentur frá þegar gólfmottur í takmörkuðu upplagi voru uppseldar þrátt fyrir að hann væri annar í röðinni inn í verslunina þegar hún opnaði í gær. Nú er hann stoltur eigandi gólfmottu frá einu heitasta tískumerki heims um þessar mundir, OffWhite eftir Virgil Aboh.

Fyrr í dag greindi DV frá vonbrigðum viðskiptavinarins sem hafði beðið þess með eftirvæntingu að eignast slíka mottu. Gólfmotturnar voru hannaðar í tengslum við IKEA Art Event og komu aðeins í afar takmörkuðu upplagi í verslanir. Það var seint á síðasta ári sem tilkynnt var um þessar eftirsóknarverðu mottur sem mættu svo í IKEA á Íslandi í gær. Til þess að tryggja sér mottu mætti þessi tiltekni viðskiptavinur fyrir auglýstan opnunartíma og hefur eflaust  haldið að hann þyrfti ekki að óttast það að mottan yrði uppseld þar sem hann var númer tvö í röðinni.

Hins vegar reyndist raunin önnur þar sem að motturnar voru nánast allar farnar fyrir opnunina því starfsmenn IKEA höfðu nýtt sér stöðu sína til að tryggja sér mottur á meðan verslunin var enn lokuð.

Samkvæmt svörum IKEA til viðskiptavinarins á Instagram höfðu starfsmenn ekki farið eftir tilmælum, en þrátt fyrir það taldi verslunin sér óheimilt að krefjast þess að mottunum yrði skilað.

Eftir umkvartanir viðskiptavinarins sáu þó tveir starfsmenn að sér og skiluðu mottum. Þá var haft samband við viðskiptavini sem voru númer tvö og þrjú í röðinni inn í verslunina.

Það var því glaður og sáttur viðskiptavinur sem hafði samband við blaðamann til að greina frá farsælum endi á málinu.

„Þeir eiga nú hrós skilið fyrir að redda þessu og sanngjarnt í þeirra garð að segja frá þessum jákvæðu viðbrögðum. Nýi framkvæmdastjórinn hafði samband og afhenti mér mottuna.“

Viðskiptavinurinn er mikill safnari og hafði beðið lengi eftir tækifæri á að kaupa mottuna. Aðeins sex OffWhite mottur  komu til landsins og til að leggja áherslu á hversu takmarkað upplag þeirra var benti hann blaðamanni á að aðeins 13 slíkar hefðu verið sendar til Portúgal.

„Það voru tveir starfsmenn sem skiluðu mottum og markaðsstjórinn hafði samband við mig. Ég fékk eina og aðilinn sem var fyrir aftan mig í röðinni fékk líka. Það eru ekki mörg eintök af þessum mottum í heiminum. IKEA á hrós skilið fyrir að redda þessu. Þetta var vel gert hjá þeim. “

 

Gífurleg vonbrigði í IKEA: Starfsmenn keyptu gólfmottur sem komu í takmörkuðu upplagi – „Ömurleg vinnubrögð hjá ykkur“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu
Fréttir
Í gær

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna
Fréttir
Í gær

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Í gær

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”
Fréttir
Í gær

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð
Fréttir
Í gær

Prís alltaf verið með lægsta verðið

Prís alltaf verið með lægsta verðið