fbpx
Mánudagur 23.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Halldór segir hótanir Eflingar og ASÍ innistæðulausar: „Svona sjónarspil hjálpar engum“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 22. maí 2019 12:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Benjamín Þorbergsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, gefur lítið fyrir hótanir Eflingar og ASÍ um að lífskjarasamningum verði rift. Eftir undirritun kjarasamninga eigi að taka við friðarskylda á milli samningsaðila og engin riftunarheimild til staðar.

Þetta kom fram í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Þar segist Halldór vera gífurlega ánægður með lífskjarasamninganna sem hafi verið samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta og almenningur ánægður með samkvæmt nýrri skoðanakönnun.

Því skjóti skökku við að fá meldingar úr „herbúðum Eflingar“ með hótunum um riftun.

„Við höfum í rauninni svarað á vettvangi Samtaka atvinnulífsins skriflega til forystu  Eflingar að þau rök sem þau hafa haldið fram í umræðunni standist hreinlega ekki.“

Eftir undirritun kjarasamninga ríki friðarskylda á milli aðila samninganna.

„Hvað þýðir það? Það þýðir að allan ágreining, hvort sem hann er raunverulegur eða ekki, verður að leggja undir dómstóla á gildistíma hans.“

Engin ákvæði lífskjarasamninga heimili riftun. „Hvorki gagnvart SA eða einstökum vinnuveitendum vegna meintra vanefnda. Sökum þessa er þetta er þetta nú býsna innihaldslaust tal í mínum huga.“

Tildrög þessara umræðu virðist vera sú að atvinnurekendur hafi tekið til bragðs að segja upp starfsmönnum og ráða inn á nýjum lægri kjörum. Athæfi sem Halldór segir að rúmist innan samninganna í þeim tilfellum þar sem starfsmenn hafa fengið greitt hærra en sem nemur lágmarkslaunum. „Kjarasamningar fjalla um lágmarkskjör og taka ekki á því sem kallast yfirborganir,“ segir Halldór og bætir við að vinnuveitendum sé í sjálfsvald sett hvort þeir greiði yfirborganir og þá hvort þeir kjósi að gera það ekki.

Lífskjarsamningarnir verði kostnaðarsamir fyrir atvinnurekendur sem séu mismunandi í stakk búnir til að taka á móti auknum launaútgjöldum. Því sé af tveimur slæmum kostum betra að segja upp launalið samnings, því hinn möguleikinn sé að fækka stöðugildum.

„Að standa vörn um atvinnustigið, í stað þessarar nauðvarnar sem felst í því að segja upp fólki ef illa gengur.“

Varðandi ályktun ASÍ um að þeir áskilji sér rétt til að segja upp samningum gagnvart einstaka vinnuveitendum, þá segir Halldór þar ekki kveða við gæfulegan tón. Sömuleiðis þykir honum algjör óþarfi að setja málið á svið með opinberum áskorunum um fundahald, líkt og Efling hefur gert.

„Svona sjónarspil hjálpar engum,“ segir Halldór, enda sé vel hægt að ná í hann í síma og hann alltaf til í að funda með hagsmunaaðilum verkalýðsins til að ræða samningana og túlkun þeirra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Sólveig skýtur til baka: „Ég get ekki blokkað Þráinn Hallgrímsson út úr lífi mínu en mikið vildi ég óska þess“

Sólveig skýtur til baka: „Ég get ekki blokkað Þráinn Hallgrímsson út úr lífi mínu en mikið vildi ég óska þess“
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður gekk fram á lík við Vatns­fell

Lögreglumaður gekk fram á lík við Vatns­fell
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ók undir áhrifum ólöglegra efna – Vel útbúin kannabisræktun fannst af tilviljun

Ók undir áhrifum ólöglegra efna – Vel útbúin kannabisræktun fannst af tilviljun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helgi Hrafn hjólar í Sigmund: „Hann velur alltaf þægilegu, einföldu og óábyrgu leiðina til að afla sjálfum sér vinsælda“

Helgi Hrafn hjólar í Sigmund: „Hann velur alltaf þægilegu, einföldu og óábyrgu leiðina til að afla sjálfum sér vinsælda“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi á Ásbrú hefur fengið sig fullsaddan af ælandi köttum – „Ég er að sturlast“

Íbúi á Ásbrú hefur fengið sig fullsaddan af ælandi köttum – „Ég er að sturlast“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Daníel og Albert sakaðir um hrottalega frelsissviptingu – „Ógnaði honum með hamri og hótaði að brjóta á honum hausinn“

Daníel og Albert sakaðir um hrottalega frelsissviptingu – „Ógnaði honum með hamri og hótaði að brjóta á honum hausinn“