fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Andri Hrannar vann 40 milljónir í lottó – Hugðist taka eigið líf

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 19. maí 2019 15:30

Andri Hrannar Einarsson Mynd: Trölli.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í lok apríl gekk 40 milljón króna vinningur í Lottó út, en miðinn var keyptur á Siglufirði og má segja að algjör tilviljun hafi ráðið því að vinningshafinn keypti sér miða. Maðurinn var einfaldlega svangur, brá sér inn á Olís og sá að potturinn stefndi í 40 milljónur og ákvað að grípa miða með.

„Kannski kaupi ég mér nýjan síma þar sem minn er bæði orðinn gamall og með brotnum skjá,“ sagði vinningshafinn þegar hann mætti með vinningsmiðann til Íslenskrar getspár, „en svo ætla ég líka að leyfa fólkinu mínu að njóta vinningsins með mér.“

Vinningshafinn er Andri Hrannar Einarsson, sem varð fmmtugur 12 dögum áður en lottóvinningurinn rataði til hans. Andri Hrannar er þáttastjórnandi í þættinum Undralandið á FM Trölla og í viðtali þar segir hann frá hvernig það kom til að hann keypti miðann og hvernig tilfinning það var að vinna.

Hlusta má á viðtalið hér: Viðtalið við milljónamæringinn Andra Hrannar.

„Ég fann smá doða um allan líkamann og svo eins og ég væri með náladoða í höfuðleðrinu! Já! Ég fokking vann!!! Ég fokking vann! Ég fór niður til mömmu og pabba og settist niður hjá þeim og bara brosti, svo sagði ég þeim að ég hafi verið að vinna tæpar 40 milljónir í lottóinu. Vá ég var ennþá bara dofinn og trúði þessu varla. Ég og mamma fórum aftur yfir tölurnar og það var ekkert um að villast! Ég var að vinna 40 millur! Eftir þetta fór ég upp í bílskúr og fékk mér kaffi og sígó og starði útí tómið, tilfinningarnar útum allt og ég skellti uppúr annað slagið.. Fokk shit fokk ég var að vinna í lottóinu.“

„Öryrkjar eru ruslið hérna á Íslandi“

Það heyrist oft sagt „þarna rataði vinningurinn í réttar hendur“ og í tilviki Andra Hrannars á það vel við. Andri Hrannar er öryrki eftir æxli sem hann fékk við mænuna þegar hann var tvítugur. Árið 2015 opnaði hann sig um erfiðleika sína í myndbandi á Facebook, sem fór víða og vakti mikla athygli, en þar kom fram að það tók 15 mánuði að komast að því hvað væri að Andra Hrannari og töldu margir hann einfaldlega latan og móðursjúkan.

„En þegar æxlið fannst þá var ég skorinn daginn eftir og það mátti ekki muna miklu að mænan færi í sundur. Það þurfti að saga smá af hryggnum til að komast að æxlinu. Þrír hryggtindar voru teknir og bakið verður aldrei jafn sterkt. Til að bæta á þetta þá fóru hnén mjög illa við lömunina,“ sagði Andri Hrannar og sagði að erfiðleikar hans sæust kannski ekki á honum,  „ég er í messi og ef ég væri hestur væri búið að lóga mér. Ég er búinn að vera í allskyns æfingum, sjúkraþjálfun, nálastungur, hjá hnykkjara, æft einn, reynt allan fjandann. Ég hef alveg náð árangri en alltaf hefur eitthvað komið uppá og ég hef dottið á reit eitt aftur.“

Sagði hann kjör öryrkja bágborin og þá loka sig af. „Við höfum engin tæki, nema það að segja frá okkar raunum og krefjast hærri launa. Okkur er úthlutað því lægsta og lægra heldur en því lægsta. Öryrkjar eru ruslið hérna á Íslandi og það virðist vera að stjórnmálamenn vilji sem minnst af þessum flokki vita.“

Glímdi við alvarlegar sjálfsvígshugsanir

Þann 16. janúar ræddi Andri Hrannar lífshlaup sitt við Kristínu Sigurjónsdóttur og Gunnar Smára Helgason á Trölla.is. Þar ræddi hann uppvaxtarárin á Siglufirði, stöðu öryrkja á Íslandi, þunglyndið sem hann glímdi við í mörg ár, ástina og margt fleira.

Hlusta má á viðtalið í heild hér: Hugðist taka eigið líf

Í viðtalinu kemur fram að Andri Hrannar var farinn að glíma við alvarlegar sjálfsvígshugsanir: „Ég varð dauðhræddur við sjálfan mig. Þetta voru djúpar sjálfsmorðspælingar sem voru þarna í gangi,“ segir Andri Hrannar. „Ég var ekki í góðu standi, ég var búinn á því á líkama og sál og andlega og allt. Ég þakka börnunum mínum, ég hugsaði til þeirra, ég ákvað að lifa fyrir þau.“

Fann ástina og fluttur til Ítalíu

Eftir að Andri Hrannar deildi myndbandinu á Facebook, kynntist hann Francescu Grieco, ítalskri mær og í dag er hann fluttur til hennar á Ítalíu, en flutningurinn var ákveðinn áður en lottóvinningurinn kom til.

„Nú getum við, ég og Francesca kærastan mín, verið saman án þess að þurfa að hafa stöðugar áhyggjur af næstu mánaðamótum. Það má segja að síðastliðinn apríl hafi verið nokkuð stór í mínu lífi þar sem ég varð 50 ára þann fyrsta apríl og þrettánda apríl fæ ég lottó vinning. Ég er ennþá að meðtaka þetta allt en ég er hamingjusamur og ánægður með lífið, loksins loksins loksins datt lukkan mér í hag.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum