fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Hatara ógnað vegna Palestínufánans – Sjáðu myndbandið: „Ég er mjög hrædd núna“

Tómas Valgeirsson
Laugardaginn 18. maí 2019 23:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liðsmenn Hatara standa harðlega með Palestínu. Þetta vissu þeir sem til þekkja en meðlimir hljómsveitarinnar héldu á fána Palestínu þegar tilkynnnt var um stigin sem áhorfendur gáfu Hatara í símakosningu í beinni útsendingu. Skilaboðin náðu til líklega um 200 milljóna í heiminum.

Einar Hrafn Stefánsson, betur þekktur sem trommugimpið í Hatara, birti myndband á samfélagsmiðlum þar sem meðlimir hópsins eru krafnir um afhendingu fánanna.

Nú bíða margir spenntir að sjá hver viðbrögð ísraelska sjónvarpsins, Ísraela almennt og Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva verða við gjörningi hljómsveitarinnar.

Myndband Einars má sjá að neðan en í myndbandinu heyrist í Sólbjörtu Sigurðardóttur, einn þriggja dansara í atriði Hatara. „Ég er mjög hrædd núna,“ segir hún. „Við verðum að fara upp á hótel.“

Þessi afstaða Hatara til stöðu mála í Ísrael og Palestínu og hreinskilni þeirra hefur heldur betur hrært upp í Eurovision þetta árið. Þegar hljómsveitin kom fram á fréttamannafundi í Tel Aviv í vikunni var fundinum slitið hið snarasta af ísraelskum fundarstjóra sem sagði að tíminn væri útrunninn. Þetta gerðist í kjölfar þess að Hatari var spurður um afstöðu hljómsveitarinnar til deilna Ísraels og Palestínu.

„Við vonum auðvitað að hernámið endi svo fljótt sem verða má og að friður ríki.“ Var það eina sem Matthías náði að segja áður en hljómsveitin varð að yfirgefa sviðið.

Skömmu eftir að keppninni lauk birtust myndir af Palestínufánanum á Instagram-síðu Hatara.

 

Þess má einnig geta að atriði söngkonunnar Madonnu og rapp­ar­ans Qua­vo á Eurovisi­on vakti mikla athygli í kvöld en þar sást í Palestínuf­ána á baki eins dans­ar­a en fáni Ísraels á öðrum. Þegar báðir dansararnir gengu út af sviðinu virt­ust skila­boðin vera þau að Ísra­el og Palestína skyldu ganga hönd í hönd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“