fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Annþór lúbarði Víetnama fyrir að flytja heróín til Íslands

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. maí 2019 13:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tímaritið GQ fjallaði ítarlega á dögunum um Bitcoin-málið svokallaða og sérstaklega um flótta Sindra Þórs Stefánssonar. Í þeirri grein kemur þó ýmislegt fram ótengt því máli en blaðmenn ræddu meðal annars við Annþór Kristján Karlsson og sagði hann þeim það sem mætti kalla bransasögur úr undirheimunum.

Annþór, var töluvert í fréttum á sínum tíma fyrir handrukkun. Hann var síðast dæmdur undir lok árs 2012  í sjö ára fangelsi fyrir hættulegar líkamsárásir. Í fyrra sagðist hann þó í samtali við DV á beinu brautinni, hann væri á fullu í vinnu eftir að hann losnaði við ökklabandið í desember 2017.

Í viðtalinu við GQ viðurkennir Annþór fúslega að hafa staðið að innflutningi á fíkniefnum til Íslands á árum áður. Hann segir að þrátt fyrir að hafa flutt inn hundruð kílóa af kókaíni og amfetamíni þá hafi hann ekki verið neinn stórlax. Annþór segir að ofbeldi hafi verið og sé enn sjaldgæft. Að hans sögn sjái undirheimarnir að mestu sjálfir um löggæslu, ef svo má að orði komast.

Til marks um þetta segir hann sögu frá tíunda áratugnum, en Annþór segir að þá hafi víetnamskt glæpagengi reynt að flytja inn heróín til landsins. „Við lúbörðum þá, tókum draslið og hentum því í ruslið […] Við vildum ekki heróín á okkar markaði. Því við búum í litlu landi, þar sem allir þekkja hvorn annan,“ er haft eftir Annþóri. Hann bætir svo við: „Það er enginn einn kóngur. Við erum með marga smákónga.“

Þetta er þó ekki það eina sem Annþór upplýsir í viðtalinu en þar útskýrir hann, nokkuð ítarlega, hvernig hann flutti inn dóp. Hann segist hafa stundað það í um tvo áratugi. Fyrstu um sinn hafi hann aðallega notast við gámaflutninga, hann hafi afhent hafnarverkamanni í Rotterdam pakka og svo einfaldlega sótt þann sama pakka í Reykjavík.

Í viðtalinu segir Annþór að eftir að hann var gómaður árið 2004 þá hafi hann fundið nýja leið. „Ég setti dópið í box og póstlagði svo pakkann á einhver, hvern sem er því það skipti ekki máli. Síðan var maður sem vann á UPS sem tók pakkann,“ segir Annþór í greininni sem má lesa í heild sinni hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar