fbpx
Þriðjudagur 21.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Ógnaði húsráðendum með hafnaboltakylfu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. maí 2019 05:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fyrsta tímanum í nótt var maður handtekinn í íbúð í Hafnarfirði en þar var hann ekki velkominn. Maðurinn var í mjög annarlegu ástandi og neitaði að yfirgefa íbúðina og ógnaði húsráðendum með hafnaboltakylfu.

Á sjöunda tímanum í gær var tilkynnt um þjófnað úr starfsmannaaðstöðu opinberrar stofnunar í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Miklu var stolið. Lögreglan handtók meintan þjóf síðar og endurheimti þýfið og endaði hinn meinti þjófur í fangageymslu þar sem hann bíður yfirheyrslu.

Á tíunda tímanum í gærkvöldi voru skemmdarverk unnin á bifreið í Garðabæ og skráningarmerkjunum stolið af henni. Ákveðinn aðili liggur undir grun.

6 ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og/eða áfengis. Allir nema einn voru látnir lausir að sýnatöku lokinni. Þessi eini var vistaður í fangageymslu þar sem hann var ofurölvi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Framkvæmdastjóri Eflingar hæðist að Hatara: Hver ætlar að heimsækja þá í fangelsið?

Framkvæmdastjóri Eflingar hæðist að Hatara: Hver ætlar að heimsækja þá í fangelsið?
Fréttir
Í gær

Uppátæki Hatara kom Gísla Marteini ekki á óvart – Óttaðist verri uppákomur

Uppátæki Hatara kom Gísla Marteini ekki á óvart – Óttaðist verri uppákomur
Fréttir
Í gær

Simmi ósáttur við Hatara

Simmi ósáttur við Hatara
Fréttir
Í gær

Lá í götunni á Mosfellsheiði

Lá í götunni á Mosfellsheiði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir frá kynferðisofbeldi og heiðursmorðum í Palestínu

Segir frá kynferðisofbeldi og heiðursmorðum í Palestínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þór kjörinn formaður Landsbjargar – „Félagsskapur sem getur flutt fjöll“

Þór kjörinn formaður Landsbjargar – „Félagsskapur sem getur flutt fjöll“