fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Haukur í ótrúlegri svaðilför til útlanda: „Sem betur fer eigum við Íslendingar stjórnmálamenn sem vernda okkur“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. apríl 2019 08:56

Haukur Örn Birgisson Mynd/Golf1.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sem betur fer eigum við Íslendingar stjórnmálamenn sem vernda okkur fyrir hættunum sem útlendingar þurfa stöðugt að búa við. Takk fyrir að passa svona vel upp á okkur.“

Þetta segir Haukur Örn Birgisson, pistlahöfundur á Fréttablaðinu og fyrrum stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálfstæðismanna, í bakþönkum blaðsins í dag. Þar skrifar Haukur í kaldhæðni um mikla svaðilför sem hann og fjölskylda hans fóru í á dögunum, alla leið til Englands. Bendir hann á og gerir raunar grín að því afturhaldi sem er við lýði við á Íslandi hvað ýmsa þætti varðar.

„Íslendingar eru farnir að ferðast til mjög framandi staða. Maður hefur orðið var við það á samfélagsmiðlunum. Hvers vegna í ósköpunum er fólk að ferðast til þessara landa? spyr maður sig. Veit það ekki að í fjarlægum löndum leynast alls konar hættur? Öðruvísi hættur en heima á Íslandi.“

Haukur segir að þrátt fyrir varnaðarorðin hafi fjölskyldan lagt upp í mikla svaðilför í síðustu viku, alla leið til Englands. „Eftir á að hyggja verður það að teljast með hreinum ólíkindum að við séum enn á lífi. Ósködduð.“

Eftir komuna til Englands fór Haukur og kona hans með son þeirra á einkarekinn spítala, þar sem hann gekkst undir aðgerð. „Skurðlæknirinn starfaði á eigin vegum og gerði það líklegast í hagnaðarskyni. Hugsa sér!“

Haukur heldur áfram:

„Daginn eftir heimsóknina á spítalann fórum við í verslun sem seldi útlenskt kjöt – sem við átum með bestu lyst. Enginn þurfti að eyða nóttinni á klósettinu. Kjötinu skoluðum við niður með rauðvíni sem keypt var í matvöruverslun. Furðulegt nokk, þá urðum við ekki vör við hrúgu af mislyndisfólki á áfengisgangi verslunarinnar. Allir virtust kunna að umgangast hömlulaust frelsið.“

Haukur segir svo að hann hafi veðjað fimm pundum á hver myndi sigra í Masters-golfmótinu. Eftir á að hyggja viðurkennir Haukur að það hefði verið sterkur leikur að veðja á Tiger Woods, enda voru líkurnar sem veðmálaappið gaf honum einn á móti fjórtán.

„Í gær þurftum við að fara aftur á spítalann. Við notuðum Uber-appið. Það var ótrúlegt að sjá bílstjórann rata á milli staða, án þess að hafa fengið nokkra kennslu eða staðfestingu frá yfirvöldum,“ segir Haukur sem endar pistilinn á þessum orðum:

„Sem betur fer eigum við Íslendingar stjórnmálamenn sem vernda okkur fyrir hættunum sem útlendingar þurfa stöðugt að búa við. Takk fyrir að passa svona vel upp á okkur. Frelsið getur nefnilega verið stórhættulegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar