fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Ragnari þótti vænt um bróður sinn: „Það myndaðist ákveðin styrjöld milli náskyldra ættingja og gamalla vina“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 15. apríl 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingi Rafn Ragnarsson, sonur Ragnars Lýðssonar, var staddur í Stafangri í Noregi þegar honum bárust þær skelfilegu fréttir að faðir hans væri látinn. Fyrstu viðbrögð hans voru reiði í garð föður síns og föðurbróður en reiðin vék síðan fyrir undrun þegar málsatvik fóru að skýrast. Ingi Rafn lýsti þessu í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni í morgun.

Ragnari Lýðssyni var banað af Vali bróður sínum að bænum Gýgjarhól II í Biskupstungum. Valur var í héraði dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með banvænum afleiðingum. Hefur dómurinn vakið furðu og er málið nú rekið fyrir Landsrétti þar sem saksóknari freistar þess að fá refsingu þyngda.

„Ég hafði verið kallaður út aukalega og var að fara um borð í skip, var nýkominn til Stafangurs um páskahelgina, engin flug til baka og fékk að eyða fyrstu nóttinni einn í Stafangi. Þetta var bara svo mikið kjaftshögg og maður varð svo undrandi og í rauninni áður en við fengum alla málavexti urðum við alveg jafn reið út í pabba og út í Val.“

Þannig lýsti Ingi Rafn því þegar hann frétti af láti föður síns og átti hann í fyrstu bágt með að skilja hvernig atvik þessarar nætur hefðu átt sér stað og hvers vegna.

„Svo þetta hvernig í andskotanum tveir karlar sem eru komnir fast undir sjötugt taka upp á því að slást svona. En svo átti eftir að koma í ljós að hlutirnir voru bara allt öðruvísi en þeir litu út fyrir að vera í upphafi,“

Valur var ekki sakfelldur fyrir manndráp þar sem dómari taldi að ekki hefði verið ásetningur til að myrða. Samkvæmt skýrslu réttarmeinafræðings lét Ragnar lífið sökum áverka sem hann hlaut við árás sem framkvæmd var í tveimur lotum og hafði Valur meðal annar traðkað á meðvitundarlausum bróður sínum. Áverkar á líkama Ragnars voru margir og alvarlegir og hefði hann ekki látið lífið vegna höfuðáverka þá hefði hann líklega látið lífið sökum annarra, lífshættulegra, áverka.

„Það er eins og þessi staðreynd að atlagan hefði verið þetta löng og í tveimur árásum.[…] Það er blóðferlamynstur í kringum lifrina á pabba, það er í raun alltof lítil blæðing miðað við að hafa átt sér stað í fyrstu atlögunni.“

Valur hefur gert hlé á atlögu sinni gegn bróður sínum. Nokkrar mínútur líða og svo heldur hann áfram að traðka á Ragnari.

„Sýnir hvað best í þessu hvað það var ofboðslega mikil heift í þessari árás“

Þetta sorgarmál hefur haft mikil áhrif á fjölskylduna, segir Ingi.

„Það myndaðist ákveðin styrjöld milli náskyldra ættingja og gamalla vina. Fólk var tilbúið að hunsa allar fréttafærslur og staðreyndir til að koma Vali til varnar.“

Stuðningsmenn Vals hafi jafnvel gengið svo langt að kenna Ragnari sjálfum um hvernig fór.

Ingi segir að Valur Lýðsson sé sérkennilegur maður sem eigi það til að vera ofsalega hranalegur í framkomu.

„Það þarf ofboðslegt langlundargeð og sérstakt hugarfar til að geta umgengist hans. En pabba þótti vænt um hann.“

Föður sínum lýsir Ingi sem meðalmanni sinnar kynslóðar.

„Hann var með sterka réttlætiskennd. Hann var mjög þver og var með mjög skemmtilegan og svartan húmor sem hann hélt að mestu fyrir sjálfan sig. […] Hann hafði alveg sérstakt umburðuarlyndi gagnvart Val.“

Því telur Ingi Rafn að það komi ekki margt til greina sem Valur gæti hafa sagt til að miðbjóða Ragnari svo mikið að hann stendur upp til að fara. Valur hefur annað hvort talað illa um sambýliskonu Ragnars, eða börn hans.

„Pabbi hefur ekki getað setið undir því og gert sig líklegan til að fara“

Inga Rafni og systkinum varð mikið um þegar sjö ára dómurinn yfir Val var kveðinn upp, enda bjuggust þau við þyngri refsingu.

„Það var eiginlega alveg ofboðslegt kjaftshögg.“

Stuðningsmenn Vals hafi ekki látið sér segjast eftir að heyra staðreyndir máls í héraði heldur hafi nú mætt líka fyrir Landsrétt og tekið þátt í að setja upp vissan leikþátt. Því á Ingi Rafn erfitt með að sjá fyrir sér hvernig Landsréttur muni dæma um málið.

„Settur upp eins konar leikþáttur fyrir dómi. Verið að sýna fram á mannlegra eðli og ýmislegt. Ég eiginlega veit ekki, eftir hversu illa héraðsdómur fór í rauninni þá veit ég ekki við hverju á að búast frá Landsrétti“

Ingi segir Val ekki hafa beðist afsökunar og Ingi Rafn segir að afsökunarbeiðni ein og sér dugi ekki til. „Við vitum að hann er að ljúga til um minnisleysi svo einföld afsökunarbeiðni væri aldrei nóg.“ Hins vegar væri Ingi til í að íhuga fyrirgefningu, að undangengnum ákveðnum skilyrðum.

„Ef hann myndi sýna manndóminn í því að segja bara hreint frá og síðan sækjast eftir einhvers konar fyrirgefningu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar