fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Sólveig Anna fór með bæn í gærkvöldi: „Elsku guð, viltu hjálpa Íslandi…“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. mars 2019 09:39

Sólveig Anna Jónsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fór með bæn áður en hún fór að sofa í gærkvöldi. Sólveig Anna segir frá þessu á Facebook-síðu sinni og birtir um leið umrædda bæn sem sjá má hér að neðan.

„Þetta er litla bænin mín sem ég ætla að fara með núna áður en ég sofna:
Elsku guð, viltu hjálpa Íslandi að halda áfram að passa að ríku mennirnir haldi áfram að vera ríkir og fólkið sem fær 340.000 krónur útborgaðar á mánuði haldi áfram að fá 340.000 krónur útborgaðar á mánuði? Afþví að að annars gæti eitthvað mjög hræðilegt gerst eins og td. að smálánafyrirtæki hættu að græða og fólk þyrfti ekki að vera með áhyggjur og öll börn gæru alist upp í skjóli efnahagslegs öryggis og margt fleira sem er vont. Viltu hjálpa láglaunafólkinu að skilja að þeirra er ábyrgðin og stöðugleikinn svo að allt þetta vonda gerist ekki?
Takk fyrir, guð og áfram Ísland.“

Sólveig Anna hefur staðið í ströngu að undanförnu enda hafa kjaraviðræður gengið erfiðlega.

Sólveig birtir með bæninni skjáskot af umfjöllun Stundarinnar um Pál Sigurjónsson, hótelstjóra KEA. Í fréttinni sem birtist á vef Stundarinnar í gær kom fram að hann hefði grætt ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017. Það ár hagnaðist hann um rúmar 170 milljónir króna inni í eignarhaldsfélagi sínu. Hann hafði þá selt hlutabréf í hótelinu til erlendra fjárfesta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar