fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Halldór segir að tæp hálf milljón króna hafi ekki skilað sér frá Ingu inn á reikning flokksins og óskar eftir opinberri rannsókn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 26. mars 2019 19:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Gunnarsson, einn af stofnendum Flokks fólksins, segir að söfnunarfé upp á 470.000 krónur hafi ekki skilað sér einn á bankareikning flokksins. Þetta kemur fram í opnu bréfi sem Halldór skrifar Ingu Sæland, formanni flokksins, í Morgunblaðið í dag.

Halldór var mjög andsnúinn brottvikningu þeirra Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar úr flokknum eftir að Klaustursmálið kom upp. Hvatti hann síðan kjósendur flokksins til að fylgja þeim Ólafi og Karli að málum. Tvímenningarnir gengu síðan til liðs við Miðflokkinn og minnkaði þá þingflokkur Flokks fólksinis um helming. Halldór hefur ekki gengið úr flokknum en hann segir í greininni í Morgunblaðinu að Inga hafi með tiltekinni aðgerð í raun rekið sig úr flokknum:

„…með því að skipa annan fulltrúa í minn stað, án þess að tilkynna mér það áður, í stjórn Íslandspósts ohf. á aðalfundi félagsins 15.3. þar sem þú mættir með
tveimur stjórnarmönnum. Ég sagði þar við þig að ákvörðun þín jafngilti brottrekstri mínum og hvort þú ætlaðir ekki að svara bréfi mínu eða gefa mér færi á að mæta á stjórnarfund. Þú neitaðir því.“

Segja að Inga hafi farið með peningana heim

Síðar í greininni víkur Halldór að fénu sem safnast hafi á fundi flokksins í Háskólabíó árið 2017 en aldrei skilað sér inn á reikning flokksins:

„Hið síðasta og alvarlegasta sem ég ætlaði að segja á þessum stjórnarfundi við þig og aðra stjórnarmenn þar sem ég hefði andmælarétt við brottrekstri, var að ósk Jóns Kristjáns Brynjarssonar á Facebook, sem ég sá nýlega, um að staðfesting banka yrði lögð fram að um 470.000 krónur sem söfnuðust á fundi flokksins í Háskólabíói 13. júlí 2017 hefðu  komið fram á bankareikningi flokksins. Hann sagði mér aðspurður að hann ásamt stjórnarmanni og þér hefði talið þessa upphæð upp úr söfnunarfötum og þú hefðir farið heim til þín með þessa fjárhæð.

Þar sem ég var í fjármálaráði flokksins ætlaði ég að staðfesta á stjórnarfundinum að þessi fjárhæð hefði ekki verið greidd í bankareikninga flokksins 2017. Með þá vitneskju bæri mér sem félagsmanni flokksins og fyrrverandi stjórnarmanni og fjármálaráðsmanni að óska eftir því að opinber rannsókn færi fram á fjárreiðum flokksins. Þar sem ég tel að brottrekstur minn hafi verið staðfestur af þér losna ég undan þessari skyldu en vísa henni til hvers og eins félagsmanns í Flokki fólksins að fylgja þessu eftir en ganga annars úr flokknum verði þetta látið afskiptalaust af stjórn flokksins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv