fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Ríkið gæti þurft að greiða milljarða í bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. mars 2019 07:50

Sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sáttanefnd er nú að störfum á vegum ríkissins en hún á að reyna að ná sáttum um bætur til þeirra sem voru sýknaðir síðasta haust í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Ekki er talið útilokað að bæturnar geti hlaupið á milljörðum króna.

Málið er án fordæma í íslenskri réttarsögu og því ekki auðvelt fyrir samningsaðila að gera sér grein fyrir hvernig bótamál myndi fara ef það verður rekið fyrir dómstólum. Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag.

Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason eru allir á lífi en þeir voru sýknaðir í málinu síðastliðið haust. Þeir eiga allir hlutlægan bótarétt vegna frelsiskerðingar að ósekju segir í umfjöllun Fréttablaðsins.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur lagt áherslu á að sáttum verði náð við þá sem og aðstandendur Sævars Marinós Ciesielksi og Tryggva Rúnars Leifssonar en þeir eru látnir.

Fréttablaðið segir að miðað við tvo dóma sem hefur verið vísað til sem fordæma um bótagreiðslur þá geti upphæðirnar hlaupið á milljörðum.

Blaðið segist hafa heimildir fyrir að einn viðsemjenda sáttanefndarinnar hafi lagt útreikning bóta á grundvelli þessara fordæma fyrir nefndina auk útreiknings á bótum vegna tekjumissis.

Fréttablaðið segir að miðað við þessi fordæmi gætu aðstandendur Sævars Ciesielski krafist 685 milljóna í bætur, aðstandendur Tryggva Rúnars Leifssonar 491 milljóna, Kristján Viðar Júlíusson gæti krafist 607 milljóna, Guðjón Skarphéðinsson 403 milljóna og Albert Klahn Skaftason 40 milljóna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla