fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Þórarinn segir Ellý smána látinn mann: „Útmálaður sem drykkfelldur ofbeldismaður og slepjulegur flagari“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 18. mars 2019 09:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórarinn Sigurbergsson, gítarleikari, er ósáttur við þá mynd sem dregin er upp af læriföður hans, Eyþóri Þorlákssyni í vinsæla söngleiknum Elly sem hefur  verið sýnd við fádæma vinsældir í Borgarleikhúsinu undanfarin tvö ár. Persónan verksins sem byggir á Eyþóri er samkvæmt Þórarni, í engu samræmi við þann mann sem hann hafði í raun að geyma.

„Um þessar mundir er að ljúka í Borgarleikhúsinu sýningum á verkinu Ellý sem sýnt hefur verið við fádæma vinsældir í um tvö ár, “ svona hefst aðsend grein Þórarins í Morgunblaðinu. Hann tekur fram að í verkinu komi til sögu margir fremstu tónlistarmenn Íslands.

„Einn þeirra er kennari minn og velgjörðarmaður Eyþór Þorláksson, gítarleikari og kennari“

Þórarni þykir þó leitt að sjá Eyþóri gerð skil á afar neikvæðan máta og þykir honum það ómaklegt þar sem gagnrýnin eigi ekki rétt á sér.

„Það er miður að sú mynd sem dregin er upp af Eyþóri í sýningunni er afar neikvæð og einhliða en hann er þar útmálaður sem drykkfelldur ofbeldismaður og slepjulegur flagari. “

Þessi lýsing sé ekki rétt og Þórarinn telur sig í góðri stöðu til að leggja mat á sannleiksgildi lýsingarinnar þar sem hann þekkti Eyþór náið í meira en hálfa öld.

„Hann brá sjaldan skapi og var mikill reglumaður. Kunnu fáir jafn vel með áfengi að fara og hann og staðfesta það menn sem til hans þekktu á undanförnum áratugum, jafnt fyrrverandi nemendur og samstarfsfólk sem og nánasta fjölskylda hans. “

Eyþór hafi líka meðal annars verið fyrstur Íslendinga til að læra klassískan gítarleik erlendis og átt í kjölfarið stórmerkan feril sem hljóðfæraleikari og kennari.

„Samhliða því gaf hann út á netinu mikið af vönduðu, ókeypis kennsluefni og verkum fyrir klassískan gítar sem þúsundir manna um allan heim hafa notað við kennslu og störf undanfarna áratugi. “

Nú er sýningum á Elly að ljúka og ætlar Þórarinn að um þriðjungur þjóðarinnar hafi séð verkið.

„Eftir að sýningum á Ellý lýkur má ætla að um þriðjungur íslensku  þjóðarinnar sitji eftir með ofangreinda neikvæða mynd af persónu Eyþórs. Mér er því skylt hér að benda á hið gagnstæða en full ástæða er í kjölfarið til að gera ævistarfi þessa merka manns  viðeigandi skil á  öðrum vettvangi.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala
Fréttir
Í gær

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“